Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47794
Góð lestrarfærni er forsenda þess að eiga möguleika á farsælum námsferli. Lestur er ekki meðfæddur hæfileiki heldur þarf að þjálfa lestrarfærni til þess að ná fullnægjandi tökum á lestri. Það eru ýmsir þættir sem þarf að hafa í huga þegar lesið er. Umskráning er m.a. einn af þeim þáttum sem er mikilvægur í lestri, en allir grunnþættir lestrar byggjast á umskráningu. Slök umskráningarfærni getur m.a. haft neikvæð áhrif á lesfimi, orðaforðasöfnun og lesskilning barna. Kennsla í umskráningu fer að mestu fram í fyrstu bekkjum grunnskólans og áhersla er lögð á að nemendur hafi náð góðu valdi á umskráningu við lok 3. bekkjar. En nemendur eru ólíkir og hafa fjölbreyttar þarfir í námi. Sumir nemendur ná ekki góðu valdi á umskráningarfærni á fyrstu árum sínum í grunnskóla og því er mikilvægt að þeir nemendur hljóti viðbótarkennslu við þeirra hæfi. Þegar nemendur færast í eldri bekki grunnskólans er eykst krafan um að þeir geti unnið með og umskráð flóknari og lengri orð. Jafnvel orð sem þeir hafa aldrei séð áður og því er mikilvægt að þeir hafi náð góðri færni í umskráningu.
Í þessari ritgerð verður greint frá lestri og hvað lestur felur í sér. Skoðað verður hvaða áhrif slök umskráningarfærni getur haft í för með sér og hvort að stigskipt kennsla sé kennsluskipulag sem getur haft jákvæð áhrif á árangur nemenda í lestrarnámi. Rýnt verður í einstaklingsmiðaða kennsluskipulagið Svörun við inngripi og hvernig hægt er að nota það í umskráningarkennslu með eldri nemendum yngsta stigs grunnskóla.
Good reading skills are essential to any prospect of a successful study career. Reading is not an innate ability; it requires training to become proficient. There are several factors to consider when reading. Decoding is, among other things, one of the most important aspects of reading, but all fundamental pillars of reading are based on decoding. Poor decoding skills can, e.g., negatively impact children's reading skills and vocabulary and reading comprehension. Decoding is mostly taught in the first grades of elementary school, with emphasis on students achieving acceptable levels of decoding by the end of the third grade. Students, however, are diverse and have different learning needs. It is important that those students who do not get a good mark in decoding during their first years of elementary school receive additional instruction. As students move into the older grades of elementary school, there is a greater demand for their ability to work with and decode more complex and longer words. They need to be able to tackle even words that they have never seen before, so it is important that they have acquired good decoding skills. In this essay we discuss reading and what it entails. We will examine the effects of weak decoding skills and whether differentiated instruction in teaching can have a positive impact on pupils' achievements in literacy. The individualized lesson plan Response to Intervention will be discussed and how it can be used in decoding education with older students at the youngest level of elementary school.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed. - Lokaútgáfa.pdf | 1,7 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |