Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47817
Lestur er grundvallar forsenda náms og mikilvægi þess hefur ekki minnkað þrátt fyrir að þáttur tækni í skólastarfi hafi aukist til muna síðustu ár. Það er flókið ferli að læra að lesa og hefst það nám strax á leikskólaaldri. Formleg lestrarkennsla hefst að öllu jöfn í grunnskóla. Skipulögð stafakennsla hefst og skólar kalla eftir aðkomu foreldra. Algengt er í skólum hér á landi að lagt sé upp með að börn lesi heima fimm daga vikunnar í 10 til 15 mínútur í senn. Hlutverk foreldra í lestrarnámi barna þeirra er því töluvert en til þess að foreldrar geti sinnt heimalestri þurfa þeir ráðgjöf og eftirfylgni frá skólanum. Samstarf heimilis og skóla er því mikilvægur þáttur í lestrarnámi barna. Síðustu ár hefur verið töluverð umræða um að áhugi barna og unglinga á lestri fari minnkandi og sífellt erfiðara sé fyrir bækur að keppa við tölvur og tölvuleiki. Þannig eykst því áskorun fyrir bæði heimili og skóla um að finna leiðir til þess að efla áhuga barna á lestri ásamt því að finna leiðir til þess að heimalestur geti verið ánægjuleg samverustund barns og foreldra. Rannsóknin er unnin í Borgarhólsskóla á Húsavík þar sem viðhorf og reynsla foreldra af heimalestri var skoðuð.
This paper describes a study of parents’ attitudes toward reading as homework. The study was conducted in Borgarhólsskóli in Húsavík and reached parents of students in grades 1-7 The aim of the study was to examine the attitudes of parents towards reading as homework and whether the school meets the needs of both students and parents when it comes to reading at home. Parents attitudes towards reading homework vary and can be influenced by how well reading at home is going and the child’s progress in reading in general. The need for guidance and instruction can vary between both children and parents. The study used both quantitative and qualitative methods. In the quantitative portion of the study a questionnaire was sent to parents but the qualitative portion was based on focus groups. There were five focus groups consisting of three to four parents each. Parents were assigned to focus groups according to their children’s age and reading proficiency. The main findings of the study are that if a child is a proficient reader then reading as homework usually goes well and parents are happy with the school’s policy on reading at home. Reading at home with their children is more of a challenge for those parents whose children are not proficient readers. The parents have a harder time getting their children to read and need to break reading time up into shorter periods of time. Parents of children with reading difficulties have very mixed experiences with the school when it comes to assistance and support with reading at home.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil skemma.pdf | 674,03 kB | Lokaður til...24.05.2034 | Heildartexti |