Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47818
Þetta meistaraverkefni er megindleg rannsókn um áfallaáætlanir og áfallaráð í grunnskólum Íslands. Þátttakendur rannsóknarinnar voru starfsfólk grunnskóla landsins óháð menntuna og starfsheiti. Markmiðið með rannsókninni var að fá skýrari sýn á þekkingu starfsfólks grunnskóla landsins á áfallaáætlunum, áfallaráðum og stuðningi ef nemandi innan skólans yrði fyrir áfalli. Lagt var upp með að leitast eftir svari við rannsóknarspurningunni: Hefur þú fengið fræðslu um áfallaáætlun skólans þar sem þú starfar? Einnig voru eftirfarandi undirspurningar hafðar til að varpa skýrari mynd á hversu vel undirbúið starfsfólk taldi sig vera til að takast á við áfall og einnig hversu vel það þekkti inná áfallaáætlanir og áfallaráð skólans. Þær spurningar eru: hefur þú ákveðið hlutverk samkvæmt áfallaáætlun skólans þar sem þú starfar? Færð þú reglulega endurmenntun á áfallaáætlun skólans? Telur þú þörf á að uppfæra áfallaáætlun skólans sem þú starfar við? Er starfandi áfallaráð í skólanum sem þú starfar við? Ef nemandi lendir í áfalli hversu vel finnst þér, þú vera undirbúin/nn/ið til þess að veita aðstoð í kjölfar þess?
Niðurstöður benda til þess meiri hluti þátttakenda hafa fengið fræðslu á áfallaáætlun skólans sem viðkomandi starfar við en benda þó einnig til þess að lítið er um endurmenntun á áfallaáætlunum og telur rúmlega helmingur þörf á uppfærslu hennar. Niðurstöður sýndu einnig frá því að tæplega einn þriðji þátttakenda taldi sig vera annað hvort mjög eða frekar undirbúin/nn/ið til að veita aðstoð til nemenda í kjölfar áfalls.
Lykilorð: Grunnskóli, áfall, áfallaáætlun, áfallaráð, þroski barna.
This master ‘s thesis is based on a quantitative study of trauma planning and trauma consolation in Icelandic Elementary schools, which was submitted online in March 2024. Participants in the study were employees of the country ‘s elementary schools, irrespective of the educational background and occupational title. The aim of the study was to gain a clearer picture of the knowledge of school staff on trauma programmes, trauma counselling and support if a student within the school were to be affected by a trauma. It was decided to seek answers to the following research question: Have you been educated about the trauma plan of the school where you work? The following subquestions were also carried out to provide a clearer picture of how wellprepared staff felt they were to deal with trauma, and how well they knew the school´s emergency plans and measures. Those questions are: do you have a specific role according to the trauma program of the school where you work? Do you receive regular refresher training on the school‘s trauma program? Do you think there is a need to update the trauma program of the school where you work at? Is there an active trauma council at the school where you work at? If a student experiences a trauma, how well do you think you are prepared to provide assistance in the aftermath? Results indicate that a greater proportion of respondents have been trained in the school’s disaster response programme, but also indicate that there is little re-education in the disaster response programme and that more than half consider it to need updating. The results also reported that almost one third of the participants considered themselves to be either very or somewhat prepared to provide aid to students following a trauma
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fá starfsmenn grunnskóla fræðslu um áfallaáætlun skólans Spurningakönnun meðal starfsmanna grunnskóla.pdf | 822,11 kB | Opinn | Skoða/Opna |