is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47819

Titill: 
  • Gagnvirkur lestur sem leið til að efla lesskilning á miðstigi í grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lesskilningur er flókin hugræn færni sem krefst mikillar þjálfunar. Til eru aðferðir sem miða að því að efla lesskilning nemenda og þjálfa þá í þessari færni. Gagnvirkur lestur er ein þessara aðferða og sýna rannsóknir að gagnvirkur lestur er mjög árangursrík aðferð til að efla lesskilning.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta áhrifin sem kennsluaðferðin gagnvirkur lestur hefur á lesskilning nemenda. Gagnvirkur lestur fær nemendur til að fylgjast með og meta skilning sinn á textanum á meðan lesið er og eftir að lestri er lokið. Aðferðin byggir á fjórum þáttum, þ.e. forspá, að draga saman aðalatriði, leita skýringa á orðum og efni og spyrja spurninga. Allt eru þetta þættir sem hafa tengsl við lesskilning sem nemendur með góða færni nýta sér þegar þeir brjóta lesefni sitt til mergjar.
    Rannsóknin var framkvæmd í 5. bekk í grunnskóla í Hafnarfirði. Rannsóknin var með hálftilraunasniði og stóð yfir í 10 vikur. Inngripið var í formi kennsluaðferðar þar sem tilraunahópur fékk kennslu í gagnvirkum lestri en samanburðarhópur ekki. Staðlað lesskilningspróf var lagt fyrir nemendur í upphafi og eftir inngrip. Niðurstöður mælinganna voru bornar saman til að meta áhrif aðferðarinnar.
    Unnið var út frá tveimur rannsóknarspurningum. Fyrri rannsóknarspurningin var hvaða áhrif hefur gagnvirkur lestur á lesskilning nemenda. Hin rannsóknarspurningin var hvaða áhrif hefur rannsóknarverkefnið á mig sem verðandi kennara.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að nemendur sem fengu kennslu í gagnvirkum lestri sýndu meiri framfarir en nemendur í samanburðarhópi, niðurstaðan var þó ekki marktæk. Aðferðin sýndi mismunandi niðurstöður eftir árangri nemenda í upphafsmælingu. Þeir nemendur sem voru með lakari árangur í fyrri mælingu náðu meiri framförum á rannsóknartímanum en þeir sem voru með betri árangur. Rannsóknarverkefnið fékk mig til að öðlast skýrari mynd af því hvernig kennari ég vil vera, gaf mér meira sjálfstraust í kennslu og ég þroskaðist bæði sem einstaklingur og kennari.

  • Reading comprehension is one of the most complex cognitive activity humans learn and it requires a lot of practice to get good at. Pedagogical strategies aimed at enhancing reading comprehension have been studied over the years and research shows that reciprocal teaching is a strategy that has great effect on improving reading comprehension. The aim of this research was to examine the effects of reciprocal teaching on students‘ reading comprehension. Reciprocal teaching is a strategy that makes the reader interact with the text to construct meaning from it and it allows readers to monitor their comprehension. There are four main strategies that make reciprocal teaching: predicting, questioning, clarifying and summarizing. Those strategies are taught through scaffold instruction. All of these strategies have correlation with reading comprehension and they are all strategies that good readers use when they are reading. The design of the research was quasi-experimental-study-design. Participants in this study were fifth graders (10 year olds) in elementary school in Iceland. All participants underwent pre-test assessments on reading comprehension. Sudents assigned to the experimental group received 10 weeks of the intervention i.e. reciprocal teaching after the pre-test, while students in control group got no intervention, and continued studying like usually. After the 10 week period, all students took part in post-test measurements. iv Two research questions were formed in the beginning. Firstly, what effects does reciprocal teaching have on student‘s reading comprehension, and secondly, what effect does this research have on me as a teacher. The findings indicated that children in the experimental group improved their reading comprehension more compared to control group. The results also showed that students with poor reading comprehension improved their reading comprehension much more than others although neither result was statistically significant.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnvirkur lestur sem leið til að efla lesskilning á miðstigi í grunnskóla -Daniel_Guðmundur_Nicholl_2024_Skemman.pdf1.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna