Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47822
Þessi lokaritgerð er til M.Ed. prófs í menntunarfræði við Háskólann á Akureyri. Markmið ritgerðar er að varpa ljósi á styttingu náms til stúdentsprófs á kjarnagreinarnar, íslensku, ensku og stærðfræði. Í fræðilega hlutanum verður farið yfir sögu skólahalds á Íslandi frá lok 19. aldar og tilurð framhaldsskólans og þeim breytingum sem átt hafa sér stað í skólamálum Íslendinga. Að því loknu skal taka fyrir aðdraganda að styttingu til stúdentsprófs og innleiðingu nýrrar námskrár og hvort styttingin hafi afgerandi áhrif á líf nemenda.
Viðfangsefnið er hvernig nýja námskráin í framhaldsskólum og þriggja ára stúdentspróf hefur breytt því að erfiðara er að meta hvað nemendur hafi lært í kjarnagreinunum milli framhaldsskóla. Rannsókn ritgerðar er að skrifa um þriggja ára stúdentspróf og bera saman námskrá í völdum framhaldsskólum í kjarnagreinunum auk þess að skoða hvaða áfangar teljast til kjarna, hver er fjöldi áfanga og innihald þeirra. Það mætti t.d. velta fyrir sér hvort allir skólar leggi áherslu á það sama í almennum kjarna.
Rannsóknin felst í því að bera saman námskrár í íslensku, ensku og stærðfræði milli ákveðinna framhaldsskóla. Rannsóknin er framkvæmd aðallega með því að skoða námskrár, áfangalýsingar og kennsluefni af heimasíðum og í opnum viðtölum við kennara þessara faggreina.
Ég tel þessa rannsókn hafi tilgang til þess að meta hvað nemendur læra og hvort það hafi áhrif á inntöku í háskóla fyrir námsgengi þeirra eða hvort æskilegt væri að samræma ákveðið efni sem grunn í öllum skólunum.
Í þessari rannsókn voru skoðaðar námskrár í 11 framhaldsskólum sem snúa að fjölda áfanga í kjarnagreinunum þremur, innihaldi til skylduáfanga og valáfanga sem nemendum gefst kostur á.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um mikið álag á nemendur vegna styttingar framhaldsskólans og að styttingin hafi ekki skilað sér til hagsbóta fyrir nemendur og kennara.
Lykilorð: Kjarnagreinar, stúdentspróf, aðalnámskrá, framhaldsskólar
This final essay is M.Ed. degree in education at the University of Akureyri. The aim of the essay is to considering the shortening of matriculation studies in the core subjects, Icelandic, English and Mathematics. In the theoretical part, the history of schooling in Iceland from the end of the 19th century and the origin of the secondary school and the changes that have taken place in Iceland's school affairs will be reviewed. After that, consideration should be given to the shortening of the matriculation exam and the introduction of a new curriculum, and whether the shortening has a decisive effect on the students' lives. The topic is how the new curriculum in upper secondary school and the three-year matriculation exam has changed the fact that it is more difficult to assess what students have learned in the core subjects between upper secondary schools. Essay research is writing about a three-year matriculation exam and comparing the curriculum in secondary school in the core subjects, as well as examining which courses are considered core, what is the number of courses and their content. It could e.g. wonder if all schools emphasize the same in general core. The research consists in comparing the curricula in Icelandic, English and mathematics between certain secondary schools. The research is carried out by examining curricula, course descriptions and teaching materials from websites and in open interviews with teachers of these subjects. I believe that this study has a purpose to evaluate what students learn and whether it affects admission to university for their academic performance or whether it would be desirable to harmonize content as a basis for all. viii In this study, the curricula of 11 secondary schools were examined regarding the number of courses in the three core subjects, which include compulsory courses and optional courses that students have the opportunity to take. The results of the study provide evidence of a heavy burden on students due to the shortening of the secondary school and that the shortening did not benefit students and teachers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stytting framhaldsskólans.pdf | 932.24 kB | Opinn | Skoða/Opna |