is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47824

Titill: 
  • Viðhorf íslenskra framhaldsskólanema til íþróttakennslu á framhaldsskólastigi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um niðurstöður rannsóknar á viðhorfi íslenskra framhaldsskólanema til íþróttakennslu á framhaldsskólastigi.
    Skólaíþróttir eru námsgrein sem felur í sér þátttöku nemenda í líkamlegri hreyfingu. Grunnmarkmið íþróttakennslu er að efla hreyfifærni og stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum nemenda. Framhaldsskólum er skylt, við skipulagningu námsbrauta sinna, að tryggja þátttöku allra nemenda undir átján ára aldri í skólaíþróttum. Svo virðist sem nemendur hafi almennt sterkar skoðanir á skólaíþróttum og fáir lýsa yfir hlutleysi gagnvart þeim. Viðhorf nemenda til íþróttakennslu mótast af ólíkum áhrifaþáttum, svo sem fyrri reynslu, félagslegum áhrifum, kennslufyrirkomulagi og kennsluháttum.
    Mikilvægi rannsóknarinnar felst í að veita nemendum rödd varðandi nám sitt með því að spyrja spurninga um viðhorf þeirra til viðfangsefna tímanna og hvað þeim er ætlað að læra. Einnig felst mikilvægi rannsóknarinnar í því að greina hindranir en þekking á viðhorfi nemenda til skólaíþrótta getur veitt innsýn í þær hindranir sem koma í veg fyrir að þau taki þátt og skýrt það þegar nemendur hafa neikvætt viðhorf í garð skólaíþrótta.
    Við framkvæmd rannsóknarinnar var stuðst við eigindlega aðferðafræði þar sem tekin voru hálfopin rýnihópaviðtöl við þátttakendur, alls 29 framhaldsskólanemendur, þar af 17 stúlkur og 12 drengi.
    Rannsóknarniðurstöður benda til þess að framhaldsskólanemendum þyki skólaíþróttir almennt gagnlegar og að námsgreinin sé mikilvægur þáttur í að stuðla að heilbrigðum lífsstíl. Þátttakendur njóta félagslegu hliða skólaíþrótta og kunna að meta val um viðfangsefni og sveigjanlegar kennsluaðferðir. Þátttakendur tóku einnig fram að þótt sumir líti jákvætt á samkeppni innan íþróttatímanna, þyki öðrum óhófleg samkeppni vera fráhrindandi. Þá nefndu þátttakendur óskir um að þátttaka í tímum vegi þyngra í námsmati en hæfni í greininni.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses the attitudes of Icelandic upper secondary school students towards physical education at the upper secondary level. Physical education (PE) is a subject that involves student participation in physical activity. The primary goal of PE is to enhance motor skills and promote healthy lifestyle among students. Upper secondary schools are required in their curriculum planning to ensure the participation of all students under eighteen in sports, physical, and health education. It appears that students generally have strong opinions about PE, with few expressing neutrality towards it. Student attitudes towards PE are shaped by various influencing factors, such as previous experiences, social influences, organizational and teaching methods. The significance of the research lies in giving students a voice regarding their education by asking them about their attitudes, what is taught, and what they are expected to learn. Additionally, the importance of the research is in identifying barriers, as knowledge of student attitudes towards PE can provide insight into the obstacles that prevent their participation and lead to a negative view of PE. The research was conducted using qualitative methodology, where semistructured focus group interviews were conducted with participants. A total of 29 upper secondary school students participated in the study, consisting of 17 girls and 12 boys. The research findings suggest that upper secondary students generally find PE beneficial and recognize the subject's importance in promoting a healthy lifestyle and physical activity. Participants enjoy the social aspects of school sports and value having choices in topics and flexible teaching methods. iv While some participants view competition within sports classes positively, excessive competition puts others off. Participants in the study expressed a preference for assessments to consider participation in classes more than athletic ability and for their diverse wishes to be accommodated.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd_ÍsakAtliHilmarsson.pdf764,26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
KápaMPR_ÍsakAtliHilmarsson_.pdf1,07 MBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna