Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47826
Í þessu meistaraprófsverkefni er reynt að varpa ljósi á aðstöðu barna flóttamanna í íslensku leikskólakerfi. Þau koma með fjölskyldum sínum til Íslands, sum frá stríðshrjáðum löndum í leit að vernd.
Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á að skortur sé á stuðningi við skóla landsins, meðal annars frá skólaþjónustu sveitarfélaga og enn sé lögð sterk áhersla á klínískar aðgerðir í garð nemenda sem þurfa viðbótarstuðning í námi. Í niðurstöðum rannsókna er bent á mikilvægi þess að veita ráðgjöf og stuðning við kennara og starfsemi skóla. Rannsóknir hafa að sama skapi sýnt fram á að það skipti höfuðmáli í fjölmenningarlegu samfélagi að hafa markvissa stefnu sem skilar skilvirkari aðgerðum innan skóla. Jafnframt þarf að gera betur gagnvart börnum flóttamanna í okkar nútímasamfélagi og veita þeim aukinn stuðning og hlúa að alhliða þörfum þeirra fyrstu mánuðina í íslenskum leikskólum.
Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að fá innsýn inn í hvernig undirbúningi og samstarfi skólaþjónustunnar við móttökuskóla hafði verið háttað og hins vegar að fá innsýn inn í upplifun starfsfólks skóla sem hafði tekið á móti börnum flóttamanna inn í leikskólasamfélagið. Eigindleg rannsóknaraðferð varð fyrir valinu og tekin voru tvö rýnihópaviðtöl, annars vegar við starfsmenn leikskóla og hins vegar starfsfólk skólaþjónustu í einu sveitarfélagi á Íslandi.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að undirbúningi fyrir komu barna flóttamanna í einu sveitarfélagi á Íslandi hafi verið ábótavant. Það kom meðal annars fram að samstarf milli skólaþjónustunnar og leikskólastarfsmanna hafði verið takmarkað og jafnvel ekkert fyrir komu barna flóttamanna. Leikskólastarfsmenn upplifðu töluvert mikið viðbótarálag á meðan aðlögunin átti sér stað og fyrstu mánuðina eftir á og sömuleiðis skort á stuðningi frá skólaþjónustunni í daglegu leikskólastarfi.
In this master‘s thesis, an attempt is made to shed light on the situation of refugee children in the Icelandic preschool system. They come with their families to Iceland, some of them from wor-torn countries in search of protection.
Icelandic studies have shown that there is a lack of support for the country‘s schools, for example from municipal school services and there is still a strong emphasis on clinical measures for students who need additional support in the school system. Research has pointed out the importance of providing advice and support to teachers and school activities. Studies have also shown that it is of the utmost importance in a multicultural society to have a targeted policy that results in more effective actions within schools. At the same time, we need to do better towards the children of refugees in our modern society and provide them with increased support and care for their comprehensive needs for the first months in Icelandic preschools.
The aim of this research was to get an insight into how the preparation and cooperation of the school service has been conducted and served the reception schools. Also to get an insight into the experiences of preschool staff who have welcomed refugee children into the preschool community. A qualitative research method was chosen and two focus group interviews were conducted, one with preschool staff and the other with school service staff in one of the municipalities in Iceland.
The results of the study indicate that preparations for the arrival of refugee children in one municipality in Iceland is insufficient. Among other things, it was stated that cooperation between the school services and preschool staff had been limited and even non-existent before the arrival of refugee children. Preschool staff experienced a considerable amount of additional stress during the adaptation and the first months afterwards, as well as a lack of support from the school service in daily preschool activities.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed Júlía Ósk Bjarnadóttir.pdf | 735.07 kB | Open | Complete Text | View/Open |