is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47827

Titill: 
  • Uppeldi til ábyrgðar : er ég að gera rétt núna?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er sagt frá rannsókn kennaranema í launuðu starfsnámi á því hvernig honum gekk að tileinka sér uppeldisstefnu skólans sem hann starfaði í. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að byggja ofan á faglega starfskenningu kennaranemans og bæta eigin bekkjarstjórnun í gegnum það að innleiða starfsaðferðir uppeldisstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar í eigin starfshætti.
    Rannsóknin var starfendarannsókn og stóð yfir frá byrjun september 2023 til loka mars 2024. Þátttakendur voru rannsakandinn sjálfur ásamt þremur samstarfsfélögum sem voru einnig gagnrýnir vinir á meðan rannsókninni stóð. Gögnum var safnað með dagbókarskrifum, vettvangsdagbókum og hljóðupptökum af fundum með gagnrýnu vinunum. Byrjað var á því að afla upplýsinga um uppeldisstefnuna í skólanum, Uppeldi til ábyrgðar, ásamt því að kynna sér hugmyndafræði og verkfæri stefnunnar. Verkfærin eru bekkjarsáttmáli, orðaforði og spurningatækni, grunnþarfir, bekkjarfundir og mitt og þitt hlutverk. Þá var unnið að því að innleiða þessi verkfæri í eigin starfshætti.
    Niðurstöður sýndu að þótt skólinn væri opinberlega að vinna eftir stefnunni var upplifun rannsakandans að notkun hennar væri ekki mjög virk í skólastarfinu. Gott reyndist að byrja á því að innleiða eitt verkfæri í einu til þess að ná betur utan um hvert og eitt þeirra. Verkfærin hjálpuðu rannsakandanum að bregðast vel við erfiðum aðstæðum og sáust framfarir hjá nemendum og auðveldara varð að ná til þeirra með notkun þeirra. Þó reyndist misauðvelt að ná tökum á verkfærunum. Segja má að kennaranemanum hafi tekist ágætlega að tileinka sér verkferla stefnunnar miðað við þær forsendur sem voru í skólanum og þann stutta tíma sem rannsóknin stóð yfir, þótt enn sé nokkuð í land. Í ljós kom að uppeldisstefnan bætir ekki bekkjarstjórnun ein og sér. Annað sem hafði áhrif var að unnið er með aðra uppeldisstefnu með ákveðnum nemendum og að verkferlar skólans við erfiðri hegðun eru ekki nógu skýrir. Engu að síður er uppeldisstefnan mikilvægt hjálpartæki sem styður við betri bekkjarstjórnun og bekkjaranda. Stærstu hindranir í rannsókninni voru lítill sýnileiki stefnunnar í skólastarfinu, tímaskortur og álag.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay discusses an action research project by a teacher-student in a paid internship on how they managed to adopt the educational policy of the school. The main goal of the research was to build on the practice theory of the teacher-student by improving the “Restitution” methods and implementing them in their own practices. Additionally, the student used the educational policy as a way to improve their own classroom management. The research lasted from the beginning of September 2023 to the end of March 2024. Participants included the researcher herself, along with three colleagues who also acted as critical and valuable colleagues during the study. Data was collected through journal writing, field journals, and audio recordings of meetings with critical friends. The process began by gathering information about the Restitution policy at the school, as well as learning more about the ideology and tools of the policy. These tools included classroom agreement, vocabulary and questioning techniques, basic needs, classroom meetings, and defining roles and responsibilities. The results showed that although the school was officially working according to the policy, the researcher’s experience was that the policy wasn’t very visible in the school environment. It proved beneficial to start by implementing one tool at a time, in order to become better at using each one of the tools. The tools helped the researcher to respond well to difficult situations and improvements were observed in the students, making it easier to connect to the students by using the tools from the policy. However, it was variably difficult to master all of the tools from the policy considering the short viii duration of the research, although there is still a long way to go. It also became apparent that Restitution policy alone does not improve classroom management on its own. Another influencing factor was that a different educational policy was being used with certain students, and the school’s procedures for handling difficult behavior were not clear enough in the school’s rules. Nevertheless, the Restitution policy is an important tool that supports better classroom management and class spirit. The biggest obstacles in the research were the low visibility of the policy in the school environment, lack of time and work-related stress.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47827


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Uppeldi til ábyrgðar Kolfinna .pdf800.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna