is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47828

Titill: 
  • „Það má alltaf gera betur“ : eru nýútskrifaðir kennarar í stakk búnir til að takast á við „skóla án aðgreiningar“?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meistararannsókn þessi fjallar um rannsókn sem höfundur gerði á mati ný útskrifaðra leikskólakennara á námi þeirra um stefnu Skóla án aðgreiningar. Markmið þessarar rannsóknar er að fá sýn útskrifaðra kennara á hvort þeir telji sig vera í stakk búna til að kenna eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og varpa ljósi á þeirra upplifun á kennaranáminu með skóla án aðgreiningar í brennidepli. Tilgangur þessarar rannsóknar er að fá sýn á hvort eitthvað megi gera betur þegar kemur að námi kennara í 5 ára háskólanámi þeirra svo hægt sé að mæta þörfum barna í leikskólum Íslands betur.
    Rannsóknarspurning sem rannsakandi lagði fram var:
    - Eru nýútskrifaðir kennarar í stakk búnir til að takast á við kennslu án aðgreiningar í leikskóla?
    Þýði rannsóknarinnar eru kennarar úr 7 sveitarfélögum sem hafa útskrifast með leyfisbréf kennara af leikskólakjörsviði síðastliðin 5 ár. Rannsóknaraðferð sem beitt var í þessari rannsókn er að mestu megindleg en þrjár opnar spurningar voru einnig í rannsókninni. Þá fór gagnaöflun fram á netinu með spurningakönnun. Rannsakandi sendi spurningalistann á 79 leikskóla en aðeins fengust 26 svör við rannsókninni.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttakendur töldu kennslu á sviði skóla án aðgreiningar almennt ábótavant. Af þeim svörum sem bárust kom Háskóli Íslands verr út heldur en Háskólinn á Akureyri hvað varðar kennslu um hinar ýmsu aðgreiningar, hæst fór hlutfallið um og yfir 70% hjá Háskóla Íslands sem töldu að þeir hefðu ekki fengið kennslu um ákveðnar aðgreiningar á meðan hlutfallið fór hæst í 54,5% hjá Háskólanum á Akureyri.

  • Útdráttur er á ensku

    This M.Ed. thesis is based on a study conducted by the author on the assessment of newly graduated kindergarten teachers on their education about Inclusive School policy. The aim of this study is to get the view of graduated teachers on whether they believe they are ready to teach according to the philosophy of Inclusive Schools and to shed light on their experiences during the teacher training course with Inclusive Schools as the focus. The purpose of this research is to get a view of whether something can be done better when it comes to the education of teachers in their 5-year university studies so that the needs of children in Icelandic preschools can be better met. The research question posed by the researcher was: - Are newly graduated teachers ready to deal with inclusive teaching in kindergarten? The population of the study are teachers from 7 local authorities who have graduated with a teacher’s license from the preschool qualification board in the last 5 years. The research method used in this study is mostly quantitative, but there were also three open questions in the study. The data collection was done online with a questionnaire. The researcher sent the questionnaire to 79 kindergartens, but only 26 responses were received during the study. The main findings of the study are that the participants considered teaching in the field of Inclusive Schools to be generally lacking. Of the responses received, the University of Iceland came out worse than the University of Akureyri in terms of teaching about the various distinctions, the iv highest percentage was around and over 70% at the University of Iceland who believed that they had not received instruction about certain distinctions, while the percentage was the highest in 54,5% at the University of Akureyri.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed - Skóli án aðgreiningar..pdf1,2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna