is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47831

Titill: 
  • „Maður þarf að gera eitthvað, það er alveg ljóst...“ : reynsla grunn- og framhaldsskólastjóra af vinnutengdri streitu kennara.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Athygli fræðafólks og almennings beinist í auknum mæli að streitu á vinnumarkaði, ekki síst hjá þeim starfsstéttum sem eiga í miklum samskiptum í vinnunni eins og kennurum. Niðurstöður rannsókna sýna að grunn- og framhaldsskólakennarar upplifa vinnutengda streitu sem getur haft neikvæðar afleiðingar í för með sér bæði fyrir viðkomandi einstakling og þá stofnun sem hann starfar við. Skólastjórar bera ábyrgð á skólastarfi, menntun og velferð nemenda og farsælum og árangursríkum kennsluháttum kennara. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á reynslu og viðhorf íslenskra grunn- og framhaldsskólastjóra af vinnutengdri streitu kennara, birtingarmynd streitunnar og streituvalda í störfum þeirra. Það er jafnframt markmið rannsóknarinnar að draga fram þá verndandi þætti sem vinna gegn streituvöldum og skoða hvað getur skapað jafnvægi á milli streituvalda og verndandi þátta til hagsbóta fyrir kennara, nemendur, skólastjóra og skólasamfélög. Reynsla grunn- og framhaldsskólastjóra af málefninu hefur lítið verið rannsökuð á Íslandi og er tilgangur þessarar rannsóknar að varpa ljósi á mögulegar leiðir til framþróunar og úrbóta.
    Tíu skólastjórar tóku þátt í rannsókninni, fimm konur og fimm karlar, fimm grunnskólastjórar og fimm framhaldsskólastjórar. Notuð var eigindleg aðferðafræði og hálf-opin viðtöl tekin við þátttakendur.
    Meginniðurstaða rannsóknarinnar var að viðmælendum þótti málefnið mikilvægt og að grípa þurfi til aðgerða til að sporna gegn vinnutengdri streitu kennara. Skólastjórar fá að vita af vinnutengdri streitu kennara of seint til þess að geta brugðist við með markvissum hætti. Streituvalda, verndandi þætti gegn streitu og birtingarmynd streitu er að finna í hvers kyns samskiptum og skólamenningu. Ekki er hægt að líta fram hjá persónubundnum eiginleikum kennara og skörun einkalífs og vinnu þegar vinnutengd streita kennara er skoðuð. Jafnvægi finnst með samspili margra þátta, meðal annars viðhorfi stjórnenda, styðjandi stjórnun og menningu, ábyrgð einstaklinga á því að nýta sér jákvæðar bjargir sem vinna gegn streitu og efla jákvæða persónulega eiginleika.

  • Útdráttur er á ensku

    The attention of academics and the public is increasingly focused on work-related stress, especially when it comes to professions that entail considerable interpersonal communication, such as the teaching. Research has shown that primary and secondary school teachers experience work-related stress, which can have significant consequences for both the individuals and their schools. Principals are responsible for the education and welfare of students as well as successful and effective teaching practices. This study aims to shed light on the experiences and attitudes of Icelandic primary and secondary school principals regarding teachers' work-related stress, the manifestation of stress, and the job demands they experience. The objective of this research is to highlight the job resources which counteract job demands and how a balance can be maintained, as to benefit teachers, students, principals, and school communities. The experience of primary and secondary school principals has yet to be studied thoroughly in Iceland, and this study aims to elucidate possible ways of progress and improvement.
    Ten principals participated in the study, five women and five men. Five of them were secondary school principals and the other five elementary school principals. A qualitative methodology was used, and semi-open interviews were conducted with the participants.
    The conclusions of the study were that principals considered work-related stress to be of concern and that action is needed to combat teachers' work-related stress. Principals become aware of work-related stress too late and are therefore unable to react in a targeted manner. Job demands, job resources, and manifestations of stress can be found in all forms of communication and school culture. The personal characteristics of teachers, and the overlap of private life and work must be taken into consideration. Balance is found through the interaction of many factors, including principals ́ attitudes, supportive management and school culture, and the responsibility of individuals to adapt positive coping skills that combat stress and promote positive personal characteristics.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47831


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerðÓÁB_lokasnið_1_20.maí.pdf1,26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna