Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47832
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig leiðsögn kennaranema í vettvangsnámi á landsbyggðinni á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda nýttist og kanna reynslu sömu kennara af fyrsta starfsári sínu og starfstengdri leiðsögn.
Markviss formleg leiðsögn getur haft jákvæð áhrif á skuldbindingu nýliða og kennaranema, og ekki síst á tengsl náms og starfs. Nýlegar aðgerðir í menntamálum fela meðal annars í sér að á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda er val um launað starfsnám og ólaunað vettvangsnám. Á fyrsta starfsári ætti formleg leiðsögn að ná yfir tvö ár. Mikilvægt er að nemar og nýliðar tilheyri í lærdómssamfélagi í virkri starfsþróun því starfið er krefjandi og brottfallshlutfallið hátt.
Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn. Tekin voru hálfopin viðtöl við níu kennara á landsbyggðinni haustið 2023. Menntunarbakgrunnur þeirra var fjölbreyttur og reynsla í starfi eitt til fimm ár.
Niðurstöður voru í megindráttum að leiðsögn nýttist kennaranemum vel því formlegir ferlar leiðsagnar voru til staðar, ígrundun var regluleg sem nýttist áfram í starfi. Í launuðu starfsnámi tilheyra nemar frekar í skólasamfélaginu en álagið er mikið. Hæfilegt álag í ólaunuðu vettvangsnámi gefur vísbendingar um betri tengsl náms og starfs. Nemum finnst kostur að hafa val um tvær leiðir því reynsla og menntunarbakgrunnur þeirra er fjölbreyttur. Nýliðarnir á fyrsta starfsári, þó sérstaklega umsjónarkennarar, upplifa að starfið sé erfitt og vinnuálagið mikið. Flestir hugsa um að hætta störfum og upplifa einkenni kulnunar. Formleg leiðsögn var lítil og ómarkviss, þrír fengu sérstakan leiðsagnarkennara en eftirspurnin var mikil. Öllum fannst mikill stuðningur felast í því að tilheyra í skólasamfélaginu, ekki síst í teymum.
Draga má þá ályktun að brúa þurfi betur bilið milli starfstengdrar leiðsagnar í vettvangsnámi og fyrstu ára í starfi. Tryggja þurfi með skýrari hætti að formlegar áætlanir um leiðsögn séu upp á borðum til tveggja ára í grunnskólum og þeim sé fylgt eftir.
Lykilorð: Kennaranemi, nýliði, starfstengd leiðsögn, launað starfsnám, ólaunað vettvangsnám
The goal of this study is to shed light on how influential the mentoring of student teachers during their fieldwork in their final year of M.Ed. studies was, and to investigate how the same teachers experienced job-specific mentoring in the first year of their teaching.
Formal targeted mentoring can have a positive impact on new teachers’ or student teacher’s commitment, not least the connections between their education and work. Recent changes in education include that student teachers in the final year of their M.Ed. studies can choose between a paid candidacy and unpaid fieldwork. In the start of their career as teachers they should receive mentoring for the first two years. It’s important that student teachers and new teachers belong to a professional learning community which is constantly evolving because the job is demanding and dropout rates are high.
The study was a qualitative interview research. Semi-structured interviews were conducted with nine teachers in the countryside in the fall of 2023. Their educational background is variable and their teaching experience was one to five years.
In summary the results suggest that mentoring helped student teachers because formal guidelines for mentoring were in place and regular reflection helped them in their work. Student teachers in paid candidacy are more likely to belong to the school community, but are under a lot of pressure. Appropriate stress during the unpaid fieldwork suggests better connections between studies and work. Student teachers think it’s an advantage to have two options to choose from because their experience and educational background is different. New teachers in their first year, especially class teachers, experience the job as difficult, and the workload is heavy. Most of them contemplate quitting, and experience symptoms which can lead to burnout. Formal mentoring was scarce and ineffective, three teachers had a specific mentor but the demand was high. Everyone felt it very supportive to belong to the school community, not least to teams.
It can be concluded that a better bridge needs to be built between job-specific mentoring during fieldwork and the first years of teaching. It needs to be guaranteed that formal plans for mentoring teachers during the first two years are in place, and that these plans are implemented.
Keywords: Student teacher, newcomer, job-specific mentoring, paid candidacy, unpaid on-site training.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOKAEINTAK - PDF SKEMMAN.pdf | 893.01 kB | Opinn | Skoða/Opna |