Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47834
Þátttaka ungmenna í ákvarðanatöku í nærumhverfi sínu, þ.m.t. í skólum, hefur verið töluvert til umræðu í íslensku skólasamfélagi og samræmist íslenskri menntastefnu um lýðræðisþátttöku nemenda. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða áhrif nemenda í félagsstörfum og nefndum í grunnskólum. Rannsóknin veitir skólasamfélaginu betri innsýn í upplifun nemenda af félagsstörfum í grunnskólum og leitar svara við rannsóknarspurningunni: Hvernig er upplifun nemenda af þátttöku sinni í félagsstörfum í grunnskóla?
Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru hópviðtöl við nemendur í 7. til 10. bekk úr þremur grunnskólum í tveimur sveitarfélögum á Íslandi. Viðtöl voru tekin við nemendur sem hafa tekið þátt í nefndum, ráðum og félagsstörfum innan síns skóla. Notast var við þemagreiningu við gagnavinnslu.
Niðurstöður gáfu til kynna ákveðinn mismun á milli skóla hvað varðar viðhorf nemendahópanna og upplifun þeirra af að hlustað væri á skoðanir þeirra. Viðtalsgögnin sýndu einnig skort á stuðningi frá stjórnendum sem bera ábyrgð á viðkomandi nemendafélagi. Það liggur fyrir að sumir skólar eru framar í þessum efnum en aðrir. Það gefur þeim skólum tækifæri til að miðla reynslu og þekkingu áfram til annarra skóla sem eru skemur komnir í þessum efnum. Vilji til að virkja nemendur meira var til staðar í skólum sem voru skemur komnir en þekkingu á hvernig mætti stuðla að aukinni þátttöku nemenda var um sumt ábótavant. Í niðurstöðum eru lögð fram dæmi um úrbætur sem skólar gætu nýtt til þess að nemendafulltrúar skólanna upplifi að þau hafi rödd. Þar sem nemendur upplifðu góðan stuðning voru boðleiðir góðar og ákveðið utanumhald, sem sýnir fram á mikilvægi stuðnings og leiðsagnar frá þeim sem hafa reynslu og þekkingu á svipuðum störfum og geta þannig stuðlað að vellíðan og árangri þeirra sem taka þátt í stjórnunarstöðum eins og réttindaráðum.
Youth participation in decision-making processes within their immediate environment, including schools, has been a topic of considerable discussion within the Icelandic educational community and aligns with the national educational policy on student democratic participation. The purpose of this research was to examine the impact of student engagement in social activities and committees in elementary schools. The study provides the school community with a deeper insight into students' experiences of social activities in elementary schools, and seeks to answer the research question: What is students experience of participation in social activities within elementary schools.
This research employs a qualitative methodology, utilizing group interviews with students from grades 7 to 10 across three elementary schools in two municipalities in Iceland. Interviews were conducted with students who have participated in committees, councils, and social activities within their schools. Thematic analysis was used for data processing.
The findings indicate a difference between schools in terms of the attitudes of student groups and their experiences of being listened to. Interview data also revealed a lack of support from administrators responsible for the student associations. It is evident that some schools are more advanced in these matters than others, providing an opportunity for these schools to share their experiences and knowledge with those that are less advanced. A desire to engage students more actively was present in schools that were less advanced, however, the knowledge of how to enhance student participation was at times lacking. Students´ expressed that improvements are needed in the schools to ensure that student representatives feel their voices are being heard. In schools where students experienced substantial support, the channels of communication were wide open, and proper management was evident. This demonstrates the importance of having support and guidance from experienced and knowledgeable individuals in similar roles, thereby fostering the well-being and success of those involved in leadership positions such as rights councils.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Solveig_Lokaritgerð_2024.pdf | 862,3 kB | Opinn | Skoða/Opna |