Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47856
Íslenskt samfélag hefur tekið margvíslegum breytingum á undanförnum áratugum. Hærra hlutfall para býr nú í óvígðri sambúð en áður þekktist og leggja nú margir hjúskap og óvígða sambúð að jöfnu í daglegu tali. Sumir lagabálkar hafa fylgt þessari þróun eftir og tekið breytingum samkvæmt því. Þannig er að finna í íslensku réttarfari ýmis lagaákvæði þar sem þessi sambúðarform eru lögð að jöfnu. Ritgerð þessi fjallar um samanburð þessara sambúðarforma í erfðarétti og verður því fjallað almennt um þessi sambúðarform, erfðarétt og réttaráhrif þeirra á einstaklinga eftir því hvort þeir eru í hjúskap eða óvígðri sambúð. Þá verður sérstök áhersla lögð á lífeyrisréttindi í erfðarétti. Skoðað verður hvort og þá hvaða munur er á stöðu eftirlifandi maka í hjúskap og óvígðri sambúð gagnvart erfðarétti einum og sér og einnig þegar kemur að lífeyrisréttindum.
With social changes that are reflected in forms of cohabitation, other changes have followed and many people now equate marriage and cohabitation in everyday speech. Some laws have followed suit and made changes in this regard, and therefore there are provisions in Icelandic laws where these forms of cohabitation are equated. This thesis deals with the comparison of these forms of cohabitation in inheritance law. Therefore the different forms of cohabitation and inheritance right will be discussed in general as well as their legal effects on those rights. Along with that, a special emphasis will be placed on pension rights in inheritance law. It will be examined whether the inheritance and pension rights of the surviving spouse is different, depending on if the couple was married or lived in an unmarried cohabitation.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Selma Hörn Vatnsdal_BA_Lokaskil.pdf | 361,1 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |