is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47867

Titill: 
  • Það vaxa blóm á þakinu : greining og samanburður á grunnmyndum torfbæja á Norðurlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Torfbærinn hefur án efa rist djúpt í íslensku þjóðarsálina í gegnum síðustu aldir og spilað eitt af megin hlutverkunum í íslenskri menningar- og byggingarsögu. Sérkenni torfbæjanna eru þykkir, þungir og efnismiklir veggirnir og mynda þeir sérstaka stemmningu sem erfitt er að finna annars staðar. Segja má að torfbæirnir séu lifandi hús og því einkennir þá mikill karakter, en mikil þróun bæjanna í gegnum tíð og tíma litaði byggingaraðferðirnar við gerð þeirra en það hefur gert það að verkum að hreyfingin í grunnmyndunum er mikil í gegnum það skeið sem búið var í þeim. Í þessari ritgerð verður fjallað stuttlega um upphaf burstabæjanna og áhrif Guðlaugs Sveinssonar á þróun þeirra. Í framhaldi af því verða teknir fyrir sex torfbæir á Norðausturlandi. Hver torfbær er með mismunandi grunnmynd sem hefur orðið til út frá þörfum og staðarháttum hverju sinni og á hverjum stað. Gerð verður tilraun til að greina grunnmyndir tiltekinna bæja og varpa ljósi á helstu einkenni þeirra. Rýnt verður í mæliteikningar af torfbæjunum og þær greindar í arkitektónísku samhengi út frá öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið á þeim. Einnig verða helstu einkenni torfbæjanna reifuð og rýmisskipulag og flæði milli rýma skoðað. Í lokin verður sett upp eins konar uppskrift á ferðalaginu í gegnum torfbæinn, komið verður inn á mismunandi þætti því tengdu, til dæmis hvernig bærinn fer frá því að vera opinbert rými, yfir í sameiginlegt rými og loks yfir í svæði sem aðeins var hugsað fyrir heimilisfólk.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_það vaxa blóm á þakinu _Katrín Línberg!.pdf1,52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna