is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47870

Titill: 
  • Minningarkapellan á Kirkjubæjarklaustri : byggt fyrir söguna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eitt af því sem aðskilur okkur mannfólkið frá öðrum dýrum er hæfileiki okkar við að segja og skrifa sögur. Við notum þær á marga vegu, einn af þeim er að minna okkur á mikilvæga atburði sem höfðu mikil áhrif á samfélagið. Einnig byggjum við til þess að setja sögurnar á fast form, minna fólk á þær enn lengur og á áberandi hátt. Í þessari ritgerð skoða ég Minningarkapelluna á Kirkjubæjarklaustri sem dæmi, hún er byggð til minningar um Eldklerkinn hann sr. Jón Steingrímsson. Hann söng Eldmessuna í kirkju rétt vestan við Minningarkapelluna þegar hraun frá Skaftáreldunum stefndi beint á kirkjuna. Sagan segir að sr. Jón stöðvað hraunrennslið með Eldmessunni og þannig bjargað henni sem og bænum að Kirkjubæjarklaustri og þar fyrir austan. Fólk gleymdi ekki þessari sögu og meira en hundrað árum eftir að sagan gerðist var fólkið í sveitinni ennþá undir svo miklum áhrifum af sögunni að það vildi minnast hennar með því að byggja kapellu. En hvernig er það gert, þarf staðurinn ekki einhvern vegin að minna okkur á söguna og sýna hana í föstu formi? Hægt er að gera það með formum, efnisvali og tilgangi og um það er Minningarkapellan gott dæmi. Arkitektarnir Vilhjálmur Hjálmarsson og Helgi Hjálmarsson notuðu bæði form og efni sem minna á burstabæi og -kirkjur til þess að hanna Minningarkapelluna.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Guðmundsdóttir - Minningarkapellan á Kirkjubæjarklaustri 28.11.23.pdf1,5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna