is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47871

Titill: 
  • Römpum eða Dömpum? : athugun á aðgengismálum í Reykjavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég um þátt aðgengis í arkitektúr í gegnum verkefnið Römpum upp Reykjavík, sem sett var á laggirnar árið 2021 af frumkvöðlinum Haraldi Þorleifssyni. Ég kynni hugtökin aðgengi og algild hönnun, ásamt því að skoða ákvæði um aðgengi í byggingarreglugerð, mikilvægi aðgengis og hvað hefur gerst í þessum málum í Reykjavík síðastliðin ár. Sömuleiðis skoða ég hvernig byggingar og mannvirki búa oft yfir óljósum hindrunum og hvernig slíkar hindranir ýta undir aðskilnað og mismunun gegn fólki með fatlanir og styðst ég þá m.a. við texta Jan Gehl úr bókinni Life Between Buildings og greinina Enabling Justice: Spatializing Disability in the Built Environment eftir Victor Santiago Pineda. Þá rýni ég í fjármál og pólitíkina á bak við verkefnið og skoða aðgengismál í gegnum tíðina, með bókina The Architecture of Disability: Buildings, Cities, and Landscapes beyond Access eftir David Gissen til hliðsjónar. Að lokum tek ég saman allar þær upplýsingar sem ég hef aflað mér við skrif þessarar ritgerðar og legg til hvernig að arkitektúr framtíðarinnar gæti sinnt mikilvægu félagslegu hlutverki og þjónað öllum einstaklingum, óháð getu eða færni. Með rannsókn minni á átakinu Römpum upp Reykjavík rýni ég í ágreiningsmál, fræði, hönnun, og ábyrgð hins opinbera, arkitekta og einstaklingsins þegar kemur að því að móta okkar byggða umhverfi.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-seinniskil.pdf927.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna