is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47872

Titill: 
  • Hvort og hvernig má greina kvenorku í hönnun Sundlaugarinnar á Hofsósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvenorka (feminin) býr innra með okkur öllum óháð kyni, aldri og kynþætti. Kvenorka er skapandi, næm, ástrík og hreinskilin. Eiginleikar eins og að hlusta, móttækileiki og að halda rými, bæði með því að skapa þau og halda utan um þau, eru einkennandi.1 Að búa í karllægu samfélagi í lengri tíma hefur skapað ójafnvægi og dregið úr þeirri kvenorku sem býr innra með okkur öllum. Í sjálfsbjargarviðleitni hafa konur oft verið neyddar til þess að hylja þeirra raunverulega sjálf og verða að einhverju sem endurspeglar ekki hverjar þær eru í raun og veru.2 Sundlaugin á Hofsósi er hönnuð af Sigríði Sigþórsdóttur sem er einn af eigendum Basalt arkitekta og fjármögnuð af athafnakonunum Lilju Pálmadóttur og Steinunni Jónsdóttur. Með því að skoða frásagnir verkkaupa og arkitekts, myndir af lauginni og teikningar af hönnuninni í fræðilegu samhengi við femínískar kenningar telur höfundur að hægt sé að greina og fá tilfinningu fyrir kvenorkunni sem birtist í byggingunni og hönnun hennar.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47872


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvort og hvernig má greina kvenorku í hönnun Sundlaugarinnar á Hofsósi.pdf1,78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna