is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47873

Titill: 
  • Verkfæri varðveislunnar : hlutverk varðveislu í nútíma umhverfi arkitektúrs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verndun á sviði arkitektúr hefur lengi verið mikilvægur hluti af varðveislu menningar- og sagnfræðilega mikilvægum byggingum. Aðferðir til varðveislu eru breytilegar og teygja sig inn í mismunandi stjórnsýslustig. Í textanum er farið nánar yfir friðun húsa, verndarsvæði í byggð og borgarvernd en þessar aðferðir ná yfir einstaka byggingar sem og stærri svæði. Þó skilmálar þessara aðferða séu breytilegir þá eiga þær töluvert sameiginlegt. Það fylgir þeim þungt regluverk, miklir skilmálar og lítill sveiganleiki til breytinga á mannvirkjum í framtíðinni. Almenn regla er að hús þurfa annað hvort að ná 100 ára aldri eða þykja nógu menningar- sagnfræði- eða listfræðilega mikilvæg til þess að öðlast friðun eða vernd og svæði þurfa að uppfylla sömu staðla og mynda með því mikilvæga heild. Því er aðeins verið að vernda af menningarlegum ástæðum þegar við ættum í raun að horfa á varðveislu sem umhverfisverkfæri.
    Umhverfismálefni nútímans er stærsta áskorun byggingariðnaðarins. Þessi áskorun hefur leitt af sér nýjar leiðir til þess að byggja og þá með umhverfismál í forgrunni. Endurnýting á efnum er ein þessara leiða. Þar sem efni úr byggingu sem áður var hent eru nú endurnýtt til þess að skapa nýja byggingu. Þessi aðferð er í grunninn varðveisla.
    Spurningin er því frekar hvort áherslubreytingar í málefnum varðveislu geti lagt grunn undir málefni arkitektúrs í umhverfismálum. Verndun nýbygginga gæti aukið framtíðarsýn og þyrfti því ekki aðeins að hugsa þær út frá núverandi umhverfi heldur með framtíðina í huga. Byggingar fengju þannig tækifæri til að þróast í takt við tímann og mæta þeim þörfum sem framtíðin ber í skauti sér.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð 28. nóv, fullkláruð.pdf569,38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna