Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47875
Frá upphafi iðnbyltingar hefur átt sér stað mikil uppbygging í heiminum og hefur það veruleg áhrif á loftslag jarðar með aukinni losun gróðurhúsalofttegunda. Áherslur um sjálfbærni í arkitektúr og markmið Íslands um kolefnishlutleysi neyðir okkur til að endurhugsa hvernig við hönnum og byggjum hús okkar og ekki síður hvernig við rífum þau niður. Byggingarúrgangur sökum niðurrifs er mjög stór hluti af þeim heildar úrgangi sem endar í landfyllingu og hefur hann mikil og skaðlega áhrif á umhverfið. Í þessari ritgerð er hugtakið aðlögunarhæf endurnotkun skoðað í arkitektónísku samhengi en í arkitektúr vísar aðlögunarhæf endurnotkun til endurhönnunar og endurnýtingar bygginga og mannvirkja sem lokið hafa upprunalegum tilgangi sínum. Farið verður stuttlega yfir sögu þessa hugtaks og rýnt verður í hvaða áhrif byggingariðnaðurinn hefur á umhverfið ásmat því að skoða hvernig aðlögunarhæf endurnotkun getur verið notuð til að sporna gegn kolefnisútblæstri með endurnýtingu hins byggða umhverfis. Einnig verða skoðuð tvö þekkt dæmi þar sem aðlögunarhæf endurnotkun hefur verið notuð í arkitektúr hér á landi og farið yfir þær breytingar sem gerðar voru. Efni fyrir ritgerð var fengið úr skýrslum gerðar um byggingariðnaðinn, bæði hérlendis og erlendis ásamt viðtali við rekstraraðila sem reka fyrirtæki í endurnýttu húsnæði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_lokaritgerd_Maren_Endurskil.pdf | 4.72 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |