Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47878
Bakgrunnur: Allt að 95% heilbrigðisstarfsfólks verður fyrir starfstengdu ofbeldi einhvern tímann á sínum starfsferli. Algengast er að þolendur starfstengds ofbeldis séu þeir þjónustuveitendur sem eru í mestu návígi við gerendur. Stuðningur stjórnenda er mikilvægur þáttur í jákvæðri úrvinnslu slíks ofbeldis en þrátt fyrir það sýna rannsóknir að meirihluti heilbrigðisstarfsfólks sem starfar í geðþjónustu upplifi skort á slíkum stuðningi. Skortur er á innlendum rannsóknum á efninu.
Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu ráðgjafa á geðsviði Landspítala af viðbrögðum stjórnenda við starfstengdu ofbeldi og hvort viðbrögðin höfðu áhrif á úrvinnslu þolenda á því að hafa orðið fyrir ofbeldi í starfi.
Aðferð: Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru ráðgjafar á geðsviði Landspítala sem höfðu orðið fyrir starfstengdu ofbeldi fyrir meira en sex mánuðum síðan. Gagnaöflun fór fram með einu 42-69 mínútna löngu viðtali við hvern þátttakanda. Þátttakendur voru 12 talsins, sex konur og sex karlar.
Niðurstöður: Yfirþema rannsóknarinnar var „Sinnuleysi stjórnandans jók á vanlíðan mína en mér leið betur þegar ég fann fyrir stuðningi“. Ráðgjafar sem fundu fyrir stuðningi stjórnenda í kjölfar ofbeldisatvika voru yfirleitt ánægðari í starfi og töldu stuðninginn auðvelda þeim úrvinnslu ofbeldisins. Ráðgjafar sem ekki fundu fyrir stuðningi stjórnenda höfðu gefist upp á að vinna úr ofbeldinu eða upplifðu neikvæðar tilfinningar gagnvart stuðningsleysinu. Meginþemun voru 2: Sinnuleysi stjórnenda og Stuðningur stjórnenda sem vísar til mismunandi viðbragða stjórnenda við starfstengdum ofbeldisatvikum.
Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að sinnuleysi stjórnenda gagnvart starfstengdu ofbeldi auki á vanlíðan þátttakenda en stuðningur stjórnenda í slíkum aðstæðum sé líklegur til að bæta líðan þeirra. Álykta má að aukinn stuðningur stjórnenda við ráðgjafa sem verða fyrir starfstengdu ofbeldi sé líklegur til að draga úr neikvæðum afleiðingum slíkrar reynslu.
Lykilorð: Ofbeldi, starfstengt ofbeldi, ofbeldi á geðdeildum, geðsvið Landspítala, ráðgjafar, viðbrögð stjórnenda, áhrif á úrvinnslu, Vancouver-skólinn, fyrirbærafræði.
Background: Up to 95% of healthcare workers experience workplace violence at some point in their career. The most common victims of workplace violence are the service providers who are in most proximity to the perpetrators. Managers support is an important factor in the positive processing of workplace violence, but despite that, studies show that most healthcare professionals, working in mental health services, experience a lack of support. There is a lack of national research on the subject.
Purpose: The purpose of the study was to shed light on counselors’, working at the Icelandic psychiatric departments, experience of managers response to workplace violence and whether the responses influenced victims processing of the violence.
Method: The research design was qualitative, using the method of Vancouver-School of doing Phenomenology. The sample included counselors working in Icelandic psychiatric departments, that had experienced workplace violence over at least 6 months ago. Data collection was conducted by one 42-69 minute-long interview with each of the 12 participants, six women and six men.
Results: The overarching theme of the study was: „The manager’s indifference added to my distress, but I felt better when I felt supported by them“. The main themes were 2: Managers indifference and Managers support, which refers to difference in manager’s response to workplace violence. Counselors who felt supported by their managers following workplace violence were more satisfied at work and felt that the support made it easier for them to work through the impact of violence. Counselors who did not feel supported by their managers had given up on working through the violence or experienced negative feelings towards the lack of support.
Conclusion: The results indicate that managers' indifference towards workplace violence increases participants' distress, but management's support is likely to improve their well-being. It is concluded that increased management support for counselors who experience workplace violence is likely to reduce the consequences of such experiences.
Keywords: Violence, workplace violence, psychiatric units, Icelandic psychiatric departments, counselors, manager support, processing violence, the Vancouver-School, phenomenology Violence, workplace violence, psychiatric units, Icelandic psychiatric departments, counselors, manager support, processing violence, the Vancouver-School, phenomenology.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heildartexti. Sinnuleysi stjórnandans jók á vanlíðan mína en mér leið betur þegar ég fann fyrir stuðningi.pdf | 7.9 MB | Lokaður til...01.06.2026 | Heildartexti |