Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47879
Markmið þessarar ritgerðar er að útskýra hugtakið „bókarsöngleikir “og segja frá fyrsta bókarsöngleiknum Oklahoma! eftir Rodgers og Hammerstein. Farið verður yfir helstu einkenni bókarsöngleikja og hvaðan þróun hugtaksins kemur. Bókarsöngleikir eru hefðbundnasta form söngleikja í dag sem eiga rætur að rekja til óperettu formsins frá meginlandi evrópu og hvernig það barst til Bandaríkjana um miðja 18. öldina. „Bókin“, eða handritið, gerir kröfu um að allt efni söngleiksins sé samið með bókina í huga og að sönglög eru nauðsynleg fyrir söguþráð og samhengi söngleikja. Sagt verður frá tilraun Rodgers og Hammerstein að dýpka tilfinningalegt gildi söngleikjaformsins með því að leggja áhreyslu á söguþráð frekar en skemmtanagildi, þvert á meginstraum samtíma verka þeirra sem kölluðust gamansöngleikir. Stiklað verður á sögu Oscar Hammersteins og hvernig hann og Rodgers hófu samstarf við söngleikja útgáfu á leikriti Lynn Riggs Green „Grow the Lyliacs“. Farið verður einnig yfir söguþráð Oklahoma! til að auðvelda tenginguna við sönglög söngleiksins síðar í ritgerðinni. Rýnt verður í helstu sönglög Oklahoma! og þau skoðuð út frá hugmyndafræði Hammersteins í textaskrifum út frá söguþræði söngleiksins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bókarsöngleikir og Oklahoma!.pdf | 4,18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |