is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4788

Titill: 
  • Hrun íslensku bankanna skoðað út frá kenningum um alþjóðavæðingu. Kapphlaupið að botninum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að útskýra aðdragandann að hruni íslenska bankakerfisins út frá kenningum um samspil alþjóðavæðingar, stjórnsýslu og fjármagns. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er hvort að stjórnsýsla einkageirans (e. Privatized Governance) hafi stuðlað að því kerfishruni sem átti sér stað í íslensku efnahagslífi í október 2008. Hugtakið stjórnsýsla einkageirans lýsir þeim áhrifum sem fyrirtæki og þrýstihópar á þeirra vegum auk almennings hafa á stefnumótun og stjórnsýslu opinberra aðila. Tilgáta höfundar er að eftir að íslensk fjármálafyrirtæki fóru í útrás, urðu alþjóðleg og stækkuðu hratt hafi þau komist í þannig stöðu að stjórnvöld gátu ekki hundsað vilja þeirra við stefnumótun. Þau áhrif sem fyrirtækin öðluðust í krafti stærðar sinnar urðu í raun stjórnvald og þannig grófu þau undan lýðræðislegri stjórnskipan Íslands. Í ritgerðinni er stuðst við greiningu Jan Art Scholte á fjölþrepa stjórnsýslu (e. Polycentric Governance) og íslensk stjórnsýsla skoðuð innan þess kenningaramma. Einnig er stuðst við niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008. Þá er aðdragandinn að hruni bankakerfisins borinn saman við kenningar um kapphlaupið að botninum í þróunarríkjum (e. The race to the bottom) og komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld þreyttu það kapphlaup gagnvart íslenskum fjármálafyrirtækjum.

Samþykkt: 
  • 28.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrun íslensku bankanna sko›a› í ljósi kenninga um alfljó›avæ›ingu_LOKA.pdf471.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna