is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47880

Titill: 
  • Veikindsfjarvistir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Heilbrigðiskerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins og mikilvægt að það starfi eins vel og mögulegt er. Stofnanir verða fyrir miklum kostnaði vegna veikinda starfsfólks, bæði vegna afleysinga og ráðninga. Hægt er að grípa til aðgerða til að lækka veikindatíðni, tryggja fullnægjandi mönnun og draga þar með úr kostnaði.
    Tilgangur: Að skoða veikindafjarvistir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á árunum 2018–2023. Markmiðið var að geta sagt til um hvaða hópar væru helst frá vinnu vegna veikinda í því augnamiði að geta unnið að því að fækka veikindafjarvistum.
    Aðferð: Lýsandi afturskyggn langtíma panelrannsókn þar sem notuð voru fyrirliggjandi gögn frá HH um veikindafjarvistir starfsfólks. Veikindafjarvistir voru metnar út frá stigum vegna veikindafjarvista síðustu 52 vikna ár hvert samkvæmt Bradford-kvarðanum. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni var að hafa verið starfandi öll sex árin sem rannsóknin náði til, alls 290 einstaklingar (87% konur).
    Niðurstöður: Veikindafjarvistum fækkaði milli áranna 2018 og 2020 en jukust fram til ársins 2023, munurinn á veikindafjarvistum reyndist þó ekki marktækur á rannsóknartímanum (F(5,285)=1,75; p>0,05). Nánari greining á gögnunum sýndi að hlutfall þeirra sem var yfir viðmiðunarmörkum HH um veikindafjarvistir þannig að bregðast þurfti við tíðum og óvenjulegum veikindafjarvistum var marktækt yfir rannsóknartímann (p<0,05). Sama niðurstaða kom fram hjá konum, starfsfólki með minnstan starfsaldur, læknum, hjúkrunarfræðingum, starfsfólki á skrifstofu og starfsfólki á heilsugæslu/geðheilsuteymum. Niðurstöðurnar sýndu einnig að tími var eini þátturinn sem spáði fyrir um líkur á inngripi vegna veikindafjarvista að teknu tilliti til kyns, aldurs, starfsaldurs, starfsstéttar og starfsstöðvar (p<0,05).
    Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að veikindafjarvistir hafa aukist hjá starfsfólki HH og á þessi þróun við um langflesta hópa innan HH. Til þess að leitast við að fækka tíðum og stuttum veikindafjarvistum er mikilvægt að skoða starfsumhverfi starfsfólks HH og jafnvel að innleiða einhvers konar vellíðanaráætlun og beina sjónum að öllu starfsfólki HH.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    Background: The healthcare system is one of the cornerstones of society, and it is crucial that it functions effectively as possible. Institutions incur significant costs due to employee sickness absences, both in terms of substitutes and hiring. Interventions can be implemented to reduce absenteeism, ensure adequate staffing, and reduce costs.
    Aim: To examine sickness absences at The Health Care Centre of the Capital Area (HH) from 2018-2023. The objective was to identify the main groups regularly absent from work due to sickness and work towards reducing sickness absences.
    Method: Descriptive retrospective longitudinal panel study utilizing existing data from HH regarding employee sickness absences. Sickness absences were assessed based on points incurred from sickness absences using Bradford-scale last 52 weeks. Participation criteria included being employed for all six years covered by the study, totalling 290 individuals (87% female).
    Results: Sickness absences decreased from 2018 -2020 but increased from then until 2023, the difference in sickness absences was not statistically significant over the study period (F(5,285)=1,75;(p>0.05). A closer analysis of the data showed that the proportion of those who exceeded HH's reference limits for sickness absences, requiring intervention due to sickness absences, was significant over the study period (p<0.05). The same result was found for women, employees with the shortest work experience, doctors, nurses/midwifes, office staff, and employees in primary care/mental health teams. The results also showed that time was the only factor predicting the likelihood of intervention due to sickness absences, taking into account gender, age, work experience, profession, and workplace (p<0.05).
    Conclusion: The results show that sickness absences have increased among HH staff, this trend applies to most groups within HH. In order to reduce sickness absences, it is important to examine the working environment of HH staff and possibly implement some kind of wellness program, focusing on all employees.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Veikindafjarvistir_HH_.pdf687,95 kBOpinnPDFSkoða/Opna