Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47882
Ritgerð þessi fjallar um raunsæi í óperum gegnum óperuna Toscu eftir Giacomo Puccini. Fjallað verður almennt um raunsæi í bókmenntum og listum og hvernig raunsæi birtist þar á mismunandi hátt. Kannaður verður söguþráður, persónur og tónlist óperunnar Toscu. Þá verður skoðað hvernig þeir þættir kallast á við tíðaranda sögusviðsins, árið sem óperan var frumsýnd og nútímann. Athugað verður hvernig raunsæi náði til alþýðunnar og hvernig birtingarmynd þess var á Ítalíu. Þá verða áhrif á ríku og rótgrónu óperuhefðina sem Ítalir voru og eru enn þann dag í dag mjög stoltir af skoðuð nánar. Sagt verður frá Puccini, náms- og starfsferli hans og vinnubrögðum við gerð Toscu og tengingu hans við ítalska raunsæið (verismo). Komið verður inn á hvaða áhrif tilfinningar sem vakna innra með okkur við flutning tónlistar hafa á raunsæið. Stuðst var við netheimildir sem og bækur við gerð þessarar ritgerðar. Niðurstöður hennar eru þær að söguþráður ópera og persónur þeirra spila stærstan þátt í fræðilegum skilningi á raunsæi í óperum. Hins vegar spilar tónlistin stærsta þáttinn í tilfinningalegu raunsæi óperunnar. Til þess að ópera í heild sinni geti kallast raunsæ verða fræðilegi- og tilfinningalegi þátturinn að haldast í hendur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Steinunn_Maria_Thormar_LHI_BMUS_2023.pdf | 353,53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |