is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47884

Titill: 
  • „Skuggahliðar starfsins“ : þungbær reynsla í starfi hjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Þungbær reynsla í starfi getur haft alvarlegar afleiðingar og leitt til einkenna áfallastreitu, langvinnra veikinda, atgervisflótta og sjálfskaðandi hegðunar. Tilgangur: Kanna reynslu íslenskra hjúkrunarfræðinga af þungbærri reynslu í starfi og afleiðingum þeirra til að auka skilning og þekkingu á viðfangsefninu. Aðferð: Lýsandi eigindleg aðferðafræði þar sem stuðst var við þemagreiningu Braun og Clarke. Tekin voru tíu viðtöl í upphafi árs 2024 við tíu hjúkrunarfræðinga, sex staðarviðtöl og fjögur með fjarfundarbúnaði. Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós að þátttakendur höfðu upplifað margvíslega þungbæra reynslu í starfi sem gat haft mjög alvarlegar afleiðingar. Niðurstöðum var skipt í þrjú meginþemu og sex undirþemu. Meginþemað „Skuggahliðar starfsins“ lýsir viðhorfi og reynslu þátttakenda á þungbærri reynslu, sem þeir upplifðu að væri óhjákvæmilegt að lenda í, en þó væru mismunandi viðhorf á vinnustöðum gagnvart því hvað teldist vera þungbært. Þema tvö „Eigið líf og umhverfi“ lýsir því hvernig hjúkrunarfræðingarnir upplifðu að eigið líf og umhverfi gæti verið hamlandi eða verndandi þáttur. Þriðja þemað „Það skiptir máli að fólk sé ii gripið“ fjallar um afleiðingarnar sem var skipt niður í jákvæðar og neikvæðar. Ályktanir: Þátttakendur voru útsettir fyrir margvíslegum starfstengdum áföllum sem gátu haft alvarlegar afleiðingar. Þeirra eigin reynsla og stuðningur á vinnustað komu fram sem áhrifaþættir. Skortur á stuðningi gat leitt til vantrausts í garð stjórnenda. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi forvarna, stuðnings og úrræða til að efla vellíðan og heilsu hjúkrunarfræðinga og draga úr afleiðingum þungbærrar reynslu.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Adverse work-related experiences can have serious consequences and lead to post traumatic stress disorder, long-term illness, turnover and self-harming behavior Aim: Describe the effects and perceptions of adverse work-related experiences on Icelandic nurses in order to increase understanding and knowledge of the subject. Method: The study used a descriptive qualitative design using thematic analysis as described by Braun and Clarke. Ten nurses participated in the study. Data was collected during ten interviews (four of them via an online platform) in the beginning 2024. Results: Three main themes and six sub-themes were identified. The main theme "Dark sides of the job" describes the perceptions and experiences of nurses regarding adverse work-related experiences. The participants felt that it was inevitable to have adverse experiences at work, but that there were different attitudes in the workplace towards what was considered difficult and what was not. Theme two "Own life and the environment" describes how the nurses felt that their own life and the environment could be an inhibiting or protective factor against the consequences of adverse work-related experiences. The third theme "It is important that people are supported" captures how the nurses felt they were on their own if they lacked perceived and received support and the impact on their well-being and turnover intention. iv Conclusions: Nurses who participated in this study were exposed to a variety of work-related trauma that in some cases had serious consequences. Their own experiences and workplace support emerged as influencing factors. Lack of support could lead to mistrust towards administration. The results highlight the importance of prevention, support and resources to promote the well-being and health of nurses and reduce the consequences of adverse experiences.

Styrktaraðili: 
  • Ekki er um beina styrktaraðila að ræða en höfundur fékk hvatningarstyrk Félags Íslenskra hjúkrunarfræðinga árið 2022. Styrknum var ætlað til að frekari þekkingaröflunar og/eða þjálfunar á sviði nýsköpunarverkefna og var nýttur til þessa náms.
Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 01.05.2026
Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit, Skuggahliðar starfsins .pdf103.13 kBOpinnPDFSkoða/Opna
Viðaukar. Skuggahliðar starfsins.pdf1.54 MBOpinnPDFSkoða/Opna
Heimildir. Skuggahliðar starfsins.pdf127.53 kBOpinnPDFSkoða/Opna
„Skuggahliðar starfsins“ Þungbær reynsla í starfi hjúkrunarfræðinga 2024.pdf2.48 MBLokaður til...01.05.2026PDF