Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47888
Bakgrunnur: Einstaklingar sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku (e. Adverse Childhood Experiences (ACEs)) eru líklegri til að glíma við heilsufarsvanda á fullorðinsárum, svo sem hjarta- og æðasjúkdóma, langvinna lungnasjúkdóma, offitu, æxlissjúkdóma, fíknisjúkdóma og geðsjúkdóma. Einnig er þessum einstaklingum hættara við að tileinka sér heilsutengda áhættuhegðun sem jafnframt eykur líkur á heilsufarsvandamálum og ótímabærum dauða.
Tilgangur: Markmið rannsóknar var að skoða og leggja mat á tengsl sálrænna áfalla í æsku við heilsufarsvanda og heilsutengda áhættuhegðun á fullorðinsárum eftir fjölda og eðli áfalla, meðal almennings á Íslandi.
Aðferð: Rannsóknin var afturskyggn þversniðsrannsókn og úrtakið 12.400 einstaklingar, 18-80 ára, sem voru slembivaldir úr svarendahópi gagnaöflunarfyrirtækisins MASKÍNU (Þjóðgátt). Skoðuð voru gögn um sálræn áföll í æsku, lífshætti og heilsufar á fullorðinsárum. Tölfræðiúrvinnsla var unnin í Jamovi útgáfu 2.3.28.0.
Niðurstöður: Svarhlutfall var 44,8% (kvk 57,2%, M = 54,8 ár). Alls svöruðu 91,1% þátttakenda spurningum um sálræn áföll í æsku þar sem 65,9% höfðu upplifað að minnsta kosti eitt sálrænt áfall í æsku (≥1 ACE-stig) og 17,7% höfðu upplifað fjögur eða fleiri (≥4 ACE-stig). Skammtaháð samband var milli fjölda sálrænna áfalla í æsku og neikvæðra heilsufarsþátta á fullorðinsárum þar sem líkur á heilsufarsvandamálum og heilsutengdri áhættuhegðun jukust eftir því sem ACE-stig voru fleiri. Fjögur eða fleiri ACE-stig tengdust auknum líkum á öllum neikvæðum heilsufarsþáttum sem rannsóknin náði til, ásamt lakari heilsutengdum lífsgæðum. Einnig voru tengsl sálrænna áfalla í æsku við neikvæða heilsufarsþætti mismunandi eftir eðli áfalla.
Ályktun: Sálræn áföll í æsku er áhættuþáttur fyrir margs konar heilsufarsvanda á fullorðinsárum. Með aukinni áherslu á forvarnir og áfallamiðaða nálgun í heilbrigðiskerfinu, sem og öðrum lykilstéttum samfélagsins, mætti betur sporna við alvarlegum heilsufars- og sálfélagslegum afleiðingum og þannig draga úr sjúkdómsbyrði og stuðla að bættri lýðheilsu á Íslandi.
Background: Individuals who have had adverse childhood experiences (ACEs) tend to have more health problems in adulthood, such as cardiovascular diseases, chronic respiratory diseases, obesity, cancer, addiction, and mental illnesses. They are also at higher risk of adopting health-risk behaviors, which further increases the risk of negative health outcomes and premature death.
Purpose: This study aimed to explore and assess the associations between ACEs, health problems, and health-risk behaviors in adulthood according to the number and nature of ACEs among the general population in Iceland.
Methods: This was a retrospective cross-sectional study with a sample size of 12,400 individuals aged 18-80 years, randomly selected from the data collection company Maskína's general population panel (Þjóðgátt). Data on ACEs, lifestyle, and health in adulthood were examined. Jamovi version 2.3.28.0 was used for all statistical analyses.
Results: The response rate was 44.8% (female 57.2%, M = 54.9 years). A total of 91.1% of participants answered the ACE questionnaire, of which 65.9% reported at least one ACE (≥1) and 17.7% reported four or more ACEs (≥4). There was a dose-response relationship between the number of ACEs and negative health outcomes in adulthood, where increased ACE scores were associated with increased risks of health problems and health-risk behaviors. Four or more ACEs were associated with an increased risk of all negative health outcomes and lower health-related quality of life (HRQoL). Furthermore, the associations between ACEs and negative health outcomes varied depending on the nature of the ACEs.
Conclusions: Adverse childhood experiences are risk factors for various health problems in adulthood. With increased emphasis on prevention and trauma-informed care within the healthcare system and other key sectors of society, serious health and psychosocial consequences could be mitigated, reducing the burden of disease and improving public health in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Efnisyfirlit.pdf | 67,54 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 218,29 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Viðauki.pdf | 66,44 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Meistararitgerd_Vera_Skemman.pdf | 823,94 kB | Lokaður til...30.06.2026 | Heildartexti |