Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4789
Þessi lokaritgerð til BA prófs í bókasafns- og upplýsingafræði fjallar um breytingastjórnun
með sérstakri áherslu á boðskipti og fræðslu. Útskýrt er hvað felst í hugtakinu
breytingastjórnun og þörfinni fyrir henni. Lýst er átta skrefa ferli John P. Kotters til að
koma á varanlegum breytingum. Tekið er síðan fyrir viðbrögð starfsfólks við
breytingum en þar er andstaða í aðalhlutverki. Nefndar eru ástæður fyrir andstöðu og
þær leiðir sem eru hvað mikilvægastar til að yfirvinna hana, boðskipti og fræðslu.
Boðskipti og fræðsla eru þeir þættir sem stöðugt þarf að huga að svo árangur
breytingastjórnunar verði í samræmi við væntingar. Tekið er fyrir hvað einkennir
boðskipti og þær leiðir sem stjórnendur þurfa að vera meðvitaðir um til að boðskipti í
breytingaferli verði árangursrík. Eftir því sem breytingaferill inniheldur fleiri „maður á
mann“ boðskipti því betra. Hins vegar geta komið upp vandamál ef stjórnun boðskipta
er ekki fullnægt og er fjallað lítillega um þau.
Fræðsla og þjálfun er hluti af breytingaferli og þannig getur breyting á hegðun átt sér
stað og starfsfólk fengið löngun til að breyta og umhverfið verður hvetjandi.
Breytingaleiðtogar hafa einnig mikið að segja til um að þjálfunin skili árangri. Hins
vegar þarf að undirbúa starfsfólk vel fyrir innleiðingu breytinga með árangursríkum
boðskiptum sem og skipuleggja þjálfunina vel.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Valgerður_LOKARITGERÐ2010.pdf | 326,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |