Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47892
Inngangur: Skammdegisþunglyndi (Seasonal Affective Disorder) er er skilgreint sem endurtekið þunglyndi með árstíðabundnu mynstri. Einstaklingar sem búa á norðuhveli jarðar, eins og Íslandi, hafa verið líklegri til að þróa með sér skammdegisþunglyndi en fólk sem býr í suðlægari heimshlutum. Fyrri rannsóknir leiddu í ljós að fólk sem glímir við þunglyndi veitir neikvæðum upplýsingum frekar athygli heldur en jákvæðum eða hlutlausum. Slík neikvæð skekkja er einnig hægt að gera ráð fyrir í skammdegisþunglyndi þó það hafi ekki enn verið staðfest endurtekið. Þannig í þessu verkefni var kannað hvort slík neikvæð skekkja eigi sér einnig stað hjá íslenskum hópi fólks sem er í áhættuhópi fyrir skammdegisþunglyndi í samanburði við samanburðarhóp.
Aðferð: Gögnum var safnað frá 107 þátttakendum sem skráðir voru í langtímarannsókn á Íslandi. Þátttakendur fylltu út spurningarlista sem skoðar árstíðarbundið mynstur til að flokka þá í háa (N = 54) og lága (N = 53) árstíðarbundna hópa þar sem kyn og aldur var samræmt. Þátttakendur framkvæmdu hugræn verkefni á meðan fylgst var með heilavirkni þeirra, þar á meðal að flokka myndir eftir árstíðum, endurheimta myndir með frjálsri upprifjun og greina á milli gamalla og nýrra mynda í minnisverkefni. Í þessari rannsókn voru gögn frá frjálslega upprifjuðum neikvæðum, jákvæðum og hlutlausum myndum greind.
Niðurstöður: Spearman fylgnistuðull sýndi engin marktæk tengsl á milli árstíabunda stiga og myndahópa (rs (105) = -.01, p = .915). Kruskal-Wallis próf sýndu engan tölfræðilega marktækan mun milli árstíðarbundinna hópa og myndaflokkar. Engin marktæk áhrif voru fyrir neivkæðar myndir (X2(2, N = 107) = .74, p = .391), hlutlausar myndir (X2 (2, N = 107) = .11, p = .739), og jákvæðar myndir (X2 (2, N = 107) = .02, p = .88).
Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu í ljós að það að skora hátt á árstíðarsveiflu hefur ekki áhrif á minni og leiðir ekki til sterkari neikvæðrar skekkju varðandi tilfinningalegar myndir sem rifjaðar eru upp frjálslega. Þetta er andstætt fyrri verkum þar sem stöðugt var sýnt fram á hlutdrægni í tilfinningalegri neikvæðni hjá einstaklingum sem greindir voru með þunglyndi. Þó að rannsóknin sem fyrir hendi er veiti dýrmæta innsýn í samspil árstíðarsveifla, minnis og tilfinningalegrar úrvinnslu, ættu framtíðar verkefni að endurtaka greiningarnar fyrir hverja árstíð fyrir sig í hópi fólks sem upplyllir greiningarviðmiðin fyrir skammdegisþunglyndi.
Introduction: Seasonal Affective Disorder (SAD) is defined as a reiterative depression with a seasonal pattern. Individuals living in the northern hemisphere, such as Iceland, have been more probable to develop SAD than people living in more southern parts of the world. Previous research revealed that people who struggle with depression preferably attend to information that is negative above inputs that are positive or neutral. Such a negativity bias can also be hypothesised for SAD albeit it has not yet been consistently confirmed. Thus, in the present project it was investigated if such a negativity bias also occurs in an Icelandic group of people at risk for SAD in comparison to controls.
Methods: Data was collected from 107 participants enrolled in a longitudinal study in Iceland. Participants completed a seasonal pattern questionnaire to categorize them into high (N = 54) and low (N = 53) seasonality groups that were, gender and age matched. Participants performed cognitive tasks while their brain activity was monitored, including categorizing pictures by season, free recall of pictures, and distinguishing between old and new images in a recognition task. In the present study, data of freely recalling negative, positive and neutral pictures was analysed.
Results: Spearman rank correlations revelled no significant relationship between seasonality scores and picture groups (rs (105) = -.01, p = .915). Kruskal-Wallis tests showed no statistically significant differences between seasonality groups and picture categories. There was no significant effect for negative pictures (X2(2, N = 107) = .74, p = .391), neutral pictures (X2 (2, N = 107) = .11, p = .739), and positive pictures (X2 (2, N = 107) = .02, p = .88).
Conclusion: The findings of the present study revealed that scoring high on seasonality does not affect memory and does not lead to a stronger negativity bias regarding freely recalled emotional pictures. This contrasts with previous work where an emotional negativity bias was consistently shown for individuals diagnosed with depression. While the study at hand offers valuable insight into the interaction of seasonality, memory, and emotional processing, future work should repeat the analyses for each season of the year separately in a group of people that fulfil the diagnostic criteria for SAD.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOK BS.pdf | 469.21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |