Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/47894
Hver er munurinn á söngleikjum og óperum? : og hvernig er að vinna á báðum sviðum?
Ritgerð þessi kannar hvernig það er að syngja í bæði söngleikjum og óperum, hvar munurinn liggur og hvort það hafi einhver áhrif á röddina og raddbeitingu að flakka á milli. Fjallað verður stutt um sögu ópera og söngleikja og hvernig formin þróuðust í gegnum tímans rás. Tekin voru viðtöl við þrjá söngvara sem hafa sungið á báðum sviðum og gefa okkur innsýn hvernig það er að syngja og leika á báðum sviðum. Farið verður yfir uppsprettu formanna, hvað formin eiga sameiginlegt, hver munurinn er, hverju er ábótavant í hvorum stílnum fyrir sig og hvað formin geta kennt hvort öðru ásamt öðrum málefnum sem greina á milli eða tengja listformin. Viðmælendur voru sammála um margt, en reynt er að draga fram hvaða mismunur var á nálgun í sumum tilfellum.