is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47899

Titill: 
  • Rannsókn á heiðarleika lögreglunema : samanburður á viðhorfum lögreglunema við HA og LSR
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 2016 var Lögregluskóli ríkisins (LSR) lagður niður og nýtt lögreglunám búið til hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Námið var einnig lengt úr þremur önnum í fjórar og meiri áhersla lögð á akademíska þekkingu lögreglunema samhliða starfsþjálfun. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort að nemendur HA liti alvarlegum augum á þær siðaklemmur sem þátttakendur áttu að meta og hvort að þeir væru líklegri heldur en nemendur LSR, til að tilkynna hegðunina sem kom fram í siðaklemmunni. Auk þess var lagt upp með að skoða hvort að marktækur munur væri á svörum karla og kvenna. Til þess að athuga það var lögð fyrir könnun sem byggist á spurningalista Klockars varðandi viðhorf lögreglumanna til heiðarleika. Spurningalistinn innihélt 11 dæmisögur um siðaklemmur sem gætu mögulega komið upp í starfi lögreglumanna. Könnunin var lögð fyrir nemendur við lögreglu- og löggæslufræði HA í byrjun árs 2024 og voru niðurstöður hennar bornar saman við svör lögreglunema við LSR á árunum 2005–2008, við sama spurningalista. Einnig var notast við svör frá nemendum á öðru ári við lögreglu- og löggæslufræði HA frá árinu 2021.
    Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á svörum frá 119 nemendum LSR og 84 nemendum HA. Framkvæmt var Mann-Whitney U próf til að athuga hvort marktækan mun væri að finna á svörum milli hópa. Einungis fékkst marktækur munur milli hópa við almennu þoli gagnvart heiðarleika í fjórum siðaklemmum, þar sem nemendur HA voru með minna þol gagnvart hegðuninni í tveimur. Það var bara marktækur munur á milli svara við fjórum sögum varðandi alvarleika, þar sem nemendur LSR töldu atvikalýsinguna vera alvarlegri í þremur tilfellum. Varðandi tilkynningu, fékkst aðeins marktækur munur í þremur sögum og þar af voru nemendur HA líklegri til að tilkynna hegðunina sem átti sér stað í tveimur sögum. Enginn marktækur munur var á milli kynja.

  • Útdráttur er á ensku

    The Police Academy (PA) was closed in 2016, and a new police education programme was established at the University of Akureyri (Unak). The educational program was also extended by one year, with greater emphasis placed on academic knowledge of police students alongside practical training. The aims of this study were to examine whether students at Unak take ethical dilemmas more seriously than students at PA, and whether they are more likely to report such behaviour. Additionally, gender difference was examined. A survey based on Klockars' questionnaire regarding police officers' integrity was conducted. The questionnaire included 11 vignettes of ethical dilemmas that could potentially arise in the work of police officers. The survey was administered to students studying police and law enforcement in Unak in early 2024, and the results were compared with responses from students at PA from the years 2005–2008, using the same questionnaire. Responses from second year students at Unak from 2021 were also included in the study.
    The results of the study are based on responses from 119 students from PA and 84 students from Unak. Mann-Whitney U tests were conducted to examine whether there was a significant difference in responses between the groups. Significant difference was found between groups in general tolerance towards integrity in four ethical dilemmas, where Unak students showed less tolerance towards the behaviour in two of them. There was a significant difference in responses to four stories regarding severity, with PA students considering the scenario to be more severe in three cases. Regarding reporting the behaviour showed in the vignettes, a significant difference was found in three stories, with Unak students being more likely to report the behaviour depicted in two stories. No significant difference was found between genders.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðarleiki_lögreglunemaBS_Lokaskil.pdf7.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna