is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47906

Titill: 
  • Ómur fortíðar : kynjahalli í sinfóníuhljómsveitum á Norðurlöndum og möguleg áhrif hans á tónlistariðkun komandi kynslóða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynjajafnrétti er almennt talið með því mesta í heiminum á Norðurlöndunum. En hvað með stöðu kvenna í klassískum sinfóníuhljómsveitum? Lengi vel voru slíkar sveitir nær eingöngu skipaðar körlum en á seinni árum hafa sífellt fleiri konur náð að hasla sér völl á þessu sviði. Er kynjahlutfallið í dag orðið jafnt í sveitunum og í einstökum hljóðfærahópum og endurspeglast forysta Norðurlandanna í jafnréttismálum í því að kynjahlutföllin séu jafnari þar en í sinfóníuhljómsveitum í Norður-Ameríku, Bretlandi og Evrópu? Aflað var upplýsinga um kynjahlutföll í 21 sinfóníuhljómsveit á Norðurlöndum með því að heimsækja heimasíður þeirra. Allur kynjamunur var prófaður tölfræðilega með kí-kvaðrat og t-prófum. Þegar litið er til allra þeirra hljómsveita á Norðurlöndum sem könnunin náði til, kom í ljós að marktækt fleiri karlar (57%) voru fastráðnir en konur (43%). Karlmenn voru í meirihluta í flestum hljóðfærahópum, en konur voru þó í áberandi háu hlutfalli í fjölmennum fiðludeildum. Lágt hlutfall kvenna meðal málmblásara var sérlega áberandi og til að mynda var engin kona á meðal fastráðinna túbuleikara og einungis fjórar konur voru á meðal trompet- og básúnuleikara (6% í báðum tilfellum). Hlutfall kvenkyns hornleikara var talsvert hærra en þó einungis 25%. Ekki var marktækur munur á kynjahlutföllunum í sinfóníuhljómsveitum á Norðurlöndum, Bretlandi, Evrópu og N-Ameríku. Sterkari staða Norðurlanda í jafnréttismálum virðist því ekki hafa skilað sér inn í íhaldsaman heim sinfóníuhljómsveitanna þar. Í ritgerðinni er mögulegum ástæðum þessa velt upp og hvaða afleiðingar kynjamunurinn getur haft. Brýnt er að jafna kynjahlutföllin, því jafnari kynjahlutföll skila almennt séð betri árangri. Vinna þarf markvisst að úrbótum, m.a. með skýrari verkferlum, jöfnun kynjahlutfalla á meðal kennara og fleira. Mikilvægt er að ungar stúlkur í tónlistanámi hafi sterkar kvenfyrirmyndir til að líta upp til á meðan þær sjálfar þroskast sem listamenn og þarf því að brjóta glerþakið á þessum vettvangi.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ómur-fortíðar_LOKASKIL.pdf1,16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna