Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47908
Síðdegisþunglyndi (SAD) flokkast sem tegund af þunglyndisröskun (MDD) með árstíðarbundnu mynstri samkvæmt DSM-5 flokkunarkerfinu. Einkenni röskunarinnar koma oftast fram að vetri til og hverfa með öllu að sumri til. Einstaklingar sem þjást af síðdegisþunglyndi og þunglyndisröskun virðast hafa sambærilega hugræna eiginleika sem gera þá viðkvæmari fyrir síðdegisþunglyndi og þar leikur grufl (e. rumination) lykilhlutverk í framvindu og viðhaldi röskunanna tveggja. Í þessari rannsókn, þar sem úrtakið var 137 einstaklingar, var skoðað hvort einstaklingar sem skora hátt á spurningalistanum „Seasonal Pattern Assessment Questionnaire“, sem metur og skimar fyrir síðdegisþunglyndi (N=68) og eru þar með í hættu á að þróa með sér síðdegisþynglyndi, myndu sýna meira grufl samanborið við einstaklinga sem skora lágt á spurningalistanum (N=69). Þetta var staðfest með fyrirliggjandi rannsókn, með því að nota „Ruminative Response Scale“ spurningalistann sem metur grufl. Listinn inniheldur 10 spurningar sem flokkast í tvo þætti, hugarangur (e. brooding) og íhugun (e. reflection). Mann Whitney U próf var notað fyrir tölfræðilega greiningu milli hópanna tveggja, bæði fyrir heildarskor á RRS listanum (p<.001), hugarangur (p<.001) og íhugun (p<.001). Til að skilja betur hvernig grufl kemur fram hjá einstaklingum sem eru í hættu á að þróa með sér síðdegisþunglyndi var Wilcoxon matched-pairs signed-rank próf keyrt til að bera saman grufl milli árstíða. Samkvæmt niðurstöðum mældist grufl meira um vetur og vor mánuði heldur en sumar og haust mánuði (p=.007). Þessi munur fannst ekki hjá hópnum sem skoraði lágt á SPAQ spurningalistanum. Á grundvelli þessa niðurstaðna er það lagt til að meðferð við síðdegisþunglyndi sé framkvæmd með sérstöku tilliti til grufls og að hún verði veitt á veturna til að vinna gegn grufli eða veita hana að hausti til svo mögulega sé hægt að koma í veg fyrir grufl eða minnka einkenni þess að vetri til.
Lykilhugtök: síðdegisþunglyndi, grufl, hugarangur, íhugun, árstíðir.
Seasonal Affective Disorder (SAD) is categorized by the DSM-5 as a Major Depressive Disorder (MDD) with seasonal pattern, mostly presenting itself in winter months, with full remission during summer months. Individuals diagnosed with SAD seem to have similar cognitive vulnerabilities as individuals with MDD where rumination can play a significant role in the progression and maintenance of the disorder. In the present study, with a sample size of 137 participants, it was examined if individuals who score high on the Seasonal Pattern Assessment Questionnaire (N=68) and are therefore at risk of developing SAD, would show increased ruminative tendencies compared to individuals who score low on the questionnaire (N=69). This was confirmed by the results of the present study, using the Ruminative Response Scale short form (RRS), consisting of 10 items split into two factors, brooding and reflection. A Mann-Whitney U test was carried out for analysis between high and low seasonality groups at baseline for RRS total score (p<.001), brooding (p<.001) and reflection (p<.001). To further understand when rumination presents itself in individuals at risk of developing SAD we ran a Wilcoxon matched-pairs signed-rank test and compared ruminative tendencies in different seasons. Rumination was found to be more present during winter/spring compared to summer/fall (p=.007). Such a difference was not observed for the low seasonality group (p>.05). Based on these findings it is suggested that treatment for SAD should be carried out with rumination specifically in mind. Ideally, treatment should either be administered in winter to combat rumination or its onset should be prevented or at least diminished by administering rumination focused cognitive behavioral therapy already in the fall.
Keywords: Seasonal Affective Disorder, seasonality, rumination, brooding, reflection, cognitive vulnerabilities, seasons.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HA-BSthesis-MarinRBI.pdf | 343.66 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |