Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47911
Seasonal Affective Disorder is a prevalent mental health condition that significantly impacts individuals daily functioning and well-being. Despite its prevalence, there remains a need for a deeper understanding of the underlying mechanisms and effective interventions. This study utilizes data collected form the EPiC SAD study conducted at the University of Akureyri to explore mood fluctuations throughout the day in individuals with varying levels of seasonality, aiming to uncover potential associations between mood changes and rumination tendencies in those at high risk for SAD. Utilizing the Seasonal Pattern Assessment Questionnaire (SPAQ) and the Experienced Sampling Method (ESM), data were collected from N=118 participants categorized into high (N=62) and low (N=56) seasonality groups. Results indicate no significant differences in mood fluctuations between the groups or in the association between mood changes and rumination tendencies. This study is not in line with previous work, and the explanations could be a relatively small sample size and potential participant responsiveness bias in ESM research. The study still found evidence that it is important to have a larger sample size to increase the statistical power of a study, and the participants responsiveness can influence the validity of the results, so it is essential to consider and possibly control for this factor in future research. Overall, this research contributes to the understanding of mood fluctuations and rumination in individuals at risk for SAD, providing insights for further investigation and possible treatments aimed at improving mental health outcomes.
Árstíðabundin tilfinningaröskun er algeng röskun sem getur haft mikil áhrif á daglegt líf og líðan þeirra sem við hana glíma. Þrátt fyrir algengi hennar vantar ennþá upp á dýpri skilning á árstíðabundinni tilfinningaröskun, því sem liggur henni að baki, og mögulegum meðferðum. Þessi rannsókn notast við gögn frá EPiC SAD rannsókn á vegum Háskólanns á Akureyri þar sem skoðaðar eru skapsveiflur yfir daginn hjá einstaklingum með ólíkar árstíðabreytingar. Hefur rannsóknin það markmið að skoða möguleg tengsl milli skapsveiflna og tilhneigingu til grufls hjá þeim sem eru í áhættuhópi fyrir árstíðabundna tilfinningaröskun. Notast var við Seasonal Pattern Assessment Questionnairse (SPAQ) og Experienced Sampling Method (ESM) til þess að safna gögnum frá N=118 þátttakendum sem var síðan skipt í tvo hópa eftir því hversu hátt þeir skoruðu á SPAQ kvarðanum. Niðurstöður sýndu fram á að það var ekki marktækur munur á skapsveiflum á milli hópa eða á milli tilhneigingu til grufls og skapsveiflna. Rannsókn þessi er ekki í takt við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt marktækan mun, en gæti það orsakast af litlu úrtaki og ólíkri svarhneigð þátttakenda í rannsóknum sem notast við ESM. Rannsóknin fann samt sem áður að það er mikilvægt að vera með stærra úrtak til að auka réttmæti, og að svarhneigð þátttakenda getur haft áhrif á niðurstöður. Rannsókn þessi eykur skilning á skapsveiflum og tilhneigingu til grufls hjá þeim sem eru í áhættuhópi fyrir árstíðabundna tilfinningaröskun, og veitir rannsóknin betri innsýn fyrir áframhaldandi rannsóknir og hugmyndir að meðferðum sem eiga að geta bætt lífsgæði einstaklinga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOK0612 Sálfræði .pdf | 652.48 kB | Opinn | Skoða/Opna |