is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47914

Titill: 
  • Tengsl álags annarrar og þriðju vaktarinnar við lífsánægju, streitu og kulnun : velferð sambýlisfólks á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Í þessari ritgerð var fjallað um samband lífsánægu, streitu og kulnunar við álag heimilishalds sem telst til annarrar vaktarinnar og þá hugrænu byrði sem henni fylgir og kallast þriðja vaktin. Hugræna byrðin er íþyngjandi og í gagnkynja samböndum lendir hún frekar á konum. Streita og kulnun eru algengir fylgikvillar álags í starfi og lífi fólks og hefur margvísleg neikvæð heilsufarsleg áhrif.
    Aðferð: Í ritgerðinni voru notuð gögn úr spurningakönnun sem var framkvæmd árið 2023 af Árna Gunnari Ásgeirssyni, Emmu E. Evudóttur og Berglindi Hólm Ragnarsdóttur. Þau rannsökuðu verkaskiptingu barnafjölskyldna á íslenskum heimilum. Auglýst var eftir þátttakendum í auglýsingu á Facebook, sambýlisfólki, giftu eða í sambúð sem ættu að minnsta kosti eitt barn á aldrinum 1-15 ára. Þátttakendur voru 596. Af þeim voru 41 par en þannig var hægt að sjá mismunandi túlkun sambýlinga á vægi þeirra á ýmsum heimilisverkum. Niðurstöður svarenda og velferð þeirra var sett í samhengi við álag af heimilisstörfum. Mæld var lífsánægja, streita og kulnun meðal þátttakanda og notast var við þrjá sjálfsmatskvarða: Satisfaction Of Life Scale, Copenhagen Burnout Inventory og Perceived Stress Scale.
    Niðurstöður og ályktanir: Álag af annarri vaktinni var það sem hafði hvað mest að segja í velferð fólks. Þriðja vaktin olli meiri streitu hjá konum en körlum þar sem þær sinntu henni að stórum hluta. Þessi ritgerð er framlag í umræðuna um mikilvægi jafnrar verkaskiptingar á heimilum fólks, þar sem báðir aðilar sinna launuðum störfum utan heimilis, með tilliti til andlegrar heilsu og endingar á vinnumarkaði. Koma þarf á kynjajöfnuði á heimilum ekki síður en á vinnumarkaði en það virðist haldast í hendur. Frekari rannsóknir á þriðju vaktinni og aukin vitundarvakning og þekking almennings gæti sett af stað áætlanir til þess að jafna stöðu kynjanna á heimilunum.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: This thesis discusses the relationship between life satisfaction, stress, and burnout with the burden of household management, known as the second shift, and the cognitive load that accompanies it, referred to as the third shift. The cognitive load is burdensome and in heterosexual relationships, it tends to fall more on women. Stress and burnout are common consequences of workload in both professional and personal life, and they have various negative health impacts.
    Method: The thesis used data from a survey conducted in 2023 by Árni Gunnar Ásgeirsson, Emma E. Evudóttir, and Berglind Hólm Ragnarsdóttir. They researched the division of labor in families with children in Icelandic households. Participants were recruited through a Facebook advertisement, seeking cohabiting couples, married or living together, with at least one child aged 1-15 years. There were 596 participants, including 41 couples, allowing for the comparison of different interpretations of the significance of various household tasks by cohabitants. The responses and well-being of the participants were analyzed in relation to the burden of household chores. Life satisfaction, stress, and burnout among the participants were measured using three self-assessment scales: the Satisfaction of Life Scale, the Copenhagen Burnout Inventory, and the Perceived Stress Scale.
    Results and Conclusions: The burden of the second shift had the most significant impact on people's well-being. The third shift caused more stress for women than men, as women primarily handled it. This thesis contributes to the discussion on the importance of equal division of domestic labor, considering that both partners engage in paid work outside the home, with regard to mental health and career longevity. Achieving gender equality at home is as important as in the workplace, as they seem to be interrelated. Further research on the second and third shift and increased public awareness and knowledge could initiate plans to balance gender roles at home.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_SLM_LOKASKIL.pdf1,16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna