Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47918
Að hlusta er eitthvað sem flest gera en sum gera það ákafar en önnur. Pauline Oliveros hafði mjög mikinn áhuga á hlustun. Frá unga aldri fylgdist hún með hljóðunum umhverfis sig og áhrifunum sem hlustun hafði á líkama hennar og hug. Oliveros var tónskáld og hljóðfæraleikari sem starfaði í heimi tilraunatónlistar um miðja 20. öldina. Á miðjum ferli sínum hóf hún að þróa hugmyndafræðina djúphlustun sem varð að hennar lífsstarfi. Í þessari ritgerð verður farið yfir skrif Oliveros og annarra um vinnu hennar og kannað hvernig djúphlustun hafði áhrif á starf hennar og feril. Þá verða nokkur verk hennar greind og athugað hvernig þau tengjast djúphlustun, sem og hvernig Oliveros notar þau til að brjóta niður hefðir innan klassískrar vestrænnar tónlistar. Verk hennar gagnrýndu samfélagið með því að benda á úreltar hugmyndir innan þess. Með djúphlustun setti Oliveros áherslu á það að afmá mismun í sambandi hlustanda og flytjenda og gera þá að einni heild. Að lokum talaði hún sjálf fyrir stærri hlut kvenna í tónlistarheiminum og benti á lausnir sem myndu auka gildi þeirra í tónlistarheiminum og í samfélaginu sjálfu.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BAlokaritgerd_stefania_lokautgafa.pdf | 4,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |