Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47919
Í ritgerðinni er skoðað hvernig Veljo Tormis notaði þjóðlagaarf Eystrasaltslandanna í sínum eigin tónsmíðum. Farið verður stuttlega yfir ævi og nám Veljo Tormis, ástandið í heimalandinu á tímum Sovétríkjanna og ástæður þess að Tormis ákvað að nýta sér þjóðlagaarfinn í sínum tónsmíðum. Skoðaður verður uppruni regilaul Eistlendinga. Einnig verður komið að uppruna Kalevala-ljóðabálksins og áhrif útgáfu hans á finnó-úgrískar þjóðir. Skoðaðar verða mismunandi aðferðir við notkun þjóðlaga í nýjum tónsmíðum.Farið verður yfir sögu Izhora-fólksins og tekin fyrir fyrstu tvö lögin í Isuri eepos (Izhorian Epic/Söguljóð Izhora-fólksins) úr lagaflokki Forgotten Peoples (Gleymdar þjóðir), stærsta tónverki Veljo Tormis.
Aðallega er stuðst við heimildir úr bók Mimi S. Diaz Ancient Song Recovered: The Life and Music of Veljo Tormis sem og greinar eftir Veljo Tormis sjálfan, Helju Tauk, Béla Bartók og fleiri.
Niðurstöður sýna að Veljo Tormis náði að skapa algjörlega nýjan stíl í sinni tónsmíð ólíkan öðrum tónskáldum. Þegar lengra leið á ævi Tormis hafði hann náð að finna kjarna þjóðlaganna, bæði í stíl og formi. Jafnvel þó Tormis hafi einungis samið út frá efniviði þjóðlagsins þá náði hann að vera nútímalegur í sinni nálgun á tónsmíðina. Tormis hélt í hefðina með öndunartækni kórsins, hljómagangi og formi. Hann fór ekki klassíska evrópska leið í úrvinnslu og kórtækni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PDFLokaritgerð,Edda.pdf | 15,98 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |