is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4792

Titill: 
 • Dogme95 – ægthed og æstetik. Hovedskikkelserne bag Dogme95-konceptet; Lars von Trier og Thomas Vinterberg, og analyser af deres to dogmefilm, Idioterne og Festen
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Dogme95 er upprunalega dönsk hreyfing innan kvikmyndagerðar sem kynnt var til sögunnar í París á 100 ára afmælisráðstefnu kvikmyndgerðarlistarinnar árið 1995. Aðalhugmyndasmiðurinn var leikstjórinn Lars von Trier og fékk hann með sér til verks ungan, nýútskrifaðan leikstjóra, Thomas Vinterberg og síðar tvo aðra, eldri og reyndari, þá Søren Kragh-Jakobsen og Kristian Levring.
  Dogme95 var kynnt með stefnuskrá og relguverki sem kallað er Kyskhedsløftet eða Skírlífsloforðið, og inniheldur 10 reglur um boð og bönn við gerð kvikmynda. Reglur sem snerta hinar ýmsu hliðar kvikmyndagerðarinnar, allt frá notkun af ekta upptökustöðum og banns á notkun lýsingar annarar en þeirrar sem er á staðnum, til banns á yfirborðskenndri myndun spennu og viðurkenningu leikstjórans fyrir gerð kvikmyndarinnar. Dogme95 átti að hrista upp í kvikmyndaiðnaðinum og fá kvikmyndagerðarfólk og áhorfendur til þess að endurhugsa listformið. Lars von Trier og Thomas Vinterberg ganga meira að segja svo langt að kalla Dogme95 í stefnuskrá sinni, björgunaraðgerð.
  Kynning Lars von Trier á Dogme95 olli miklum usla og hneykslaði marga. Hann fékk spurningar eins og, hvers vegna hann gerði kvikmyndir fyrst hann hataði þær svona mikið? En hreyfingin vatt uppá sig, markaði tímamót, og gjörbylti dönskum kvikmyndaiðnaði, og má segja að Dogme95 hafi komið Danmörku á kvikmyndakortið á heimsvísu. Í dag hafa verið framleiddar yfir 100 dogmamyndir frá hinum ýmsu heimshornum.
  Í þessari ritgerð fjalla ég um uppruna Dogme95, hvað hugtakið felur í sér og hvaða áhrif dogmereglurnar, eða Skírlífsloforðið svokallaða og Dogme95 stefnuskráin, hafa á gerð kvikmynda. Einnig kem ég til með að fjalla um leikstjórana á bak við Dogme95, þá Lars von Trier og Thomas Vinterberg, þeirra hugmyndafræði að baki hugtakinu og hvernig það hefur reynst þeim í notkun. Ritgerðin inniheldur einnig greiningu á ”dogmamyndum” leikstjóranna tveggja, dogme #1, Festen og dogme #2, Idioterne. Greining kvikmyndanna er með áherslu á áhrif Dogme95-vinnuaðferðarinnar við framleiðslu myndanna og hvernig þær endurspegla hugmyndafræði hvors leikstjóra fyrir sig.
  Að lokum ber ég saman þessa tvo ólíku leikstjóra, lýsi því hvernig þeirra ólíku kraftar mynduðu traustan grunn fyrir Dogme95-hreyfinguna og hvernig kvikmyndir þeirra, á ólíkan hátt gefa innsýn í hugmyndafræðina að baki Dogme95.

Samþykkt: 
 • 28.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4792


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dogme95 - ægthed og æstetik.skemman.pdf412.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna