Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47924
Markmið þessa verkefnis er að veita innsýn í uppbyggingu ársreikninga, hverskonar lög tengjast þeim og hvernig hægt er að nota kennitölur og aðrar greiningar til þess að lesa í og túlka upplýsingarnar sem ársreikningar veita. Þetta verkefni greinir ársreikninga tveggja íslenskra flugfélaga, Icelandair og Play, þar sem fjárhagsstaða þeirra er borin saman. Icelandair, sem er rótgróið fyrirtæki með 87 ára reynslu sér að baki sýnir meiri stöðugleika og betri rekstrarstöðu en Play sem nýlega hóf starfsemi sem lággjaldaflugfélag. Play hefur hinsvegar sýnt fram á mikinn vöxt þar sem bæði tekjur þeirra og rekstrarkostnaður hafa hækkað milli ára. Kennitölu greining fyrirtækjanna sýna að Play hefur þurft að sækja sér lánsfjármagni í meira magni þar sem eigið fé þeirra minnkar milli tímabila. Icelandair sýnir aftur á móti meiri stöðugleika og því áhættuminni rekstur.
Bæði íslensku fyrirtækin Icelandair og Play sýna aðeins lakari fjárhagsstöðu samanborið við erlendu fyrirtækin sem tekin voru fyrir til samanburðar í þessu verkefni. Íslensku fyrirtækin reiða sig bæði á meiri lánsfjármagn í rekstri ásamt því að vera með hærri rekstrarkostnað hlutfallsega miðað við tekjur.
The aim of this project is to provide insight into the structure of financial statements, what kind of legislation applies to them and how to use ratios and other analyses to interpret the information provided by the financial statement. This project analyses the financial statements of two Icelandic airlines, Icelandair and Play, comparing their financial positions. Icelandair, which is a well-established company with 87 years of experience, shows more stability and a better profit position than Play, which recently started its operations as a low-cost airline. Play, however, has demonstrated strong growth, as both their income and operating costs have increased year-on-year. The company's ratio analysis shows that Play has had to rely more on loans as their equity decreases between periods. Icelandair, on the other hand, shows greater stability with less risk arising from their operations. However, both the Icelandic companies Icelandair and Play show a bit worse financial position compared to the European companies that were analysed in comparison in this project. The Icelandic companies both rely on more credit in their operations as well as having higher operating costs relative to their income.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Staða íslenskra flugfélaga.pdf | 657.65 kB | Opinn | Skoða/Opna |