is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47926

Titill: 
  • Birgðastýring Verkfærasölunnar : er hægt að hámarka birgðastýringu án þess að skerða þjónustustig?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er af hagnýtum toga og fjallar um hvernig birgðastýringu Verkfærasölunnar er háttað í dag sem og að fara yfir þá þætti sem teljast geta leitt til frekari skilvirkni. Ritgerðin er unnin í samstarfi við Verkfærasöluna og fékk höfundur aðgengi að þeim gögnum sem þóttu mikilvæg við gerð verkefnisins. Markmiðið er að veita fyrirtækinu leiðarvísi af því hvernig hægt er að auka flæði birgða, draga úr sóun og veita yfirsýn yfir núverandi stöðu. Til að móta þann leiðarvísi var stuðst við rannsóknarspurninguna: − Er hægt að hámarka birgðastýringu án þess að skerða þjónustustig? Rannsóknin var framkvæmd með blandaðri aðferð í þeim tilgangi að öðlast dýpri skilning á birgðastýringu hjá Verkfærasölunni, en um leið að gæta hlutlægni við gerð rannsóknarinnar. Fyrst um sinn var unnið með tölulegar upplýsingar og þær skoðaðar almennt í þeim tilgangi að ákvarða umgjörð verkefnisins. Í framhaldi af því undirbjó höfundur viðtal út frá hálfstöðluðum spurningarlista með opnum spurningum í þeim tilgangi að gefa viðmælanda frelsi í svörum sínum. Út frá þeim viðtölum var síðan unnið með töluleg gögn í samræmi við niðurstöður viðtala. Niðurstöður úr viðtölum við starfsmenn gáfu til kynna að upplýsingaflæði væri takmarkað og yfirsýn yfir stefnu fyrirtækisins væri ekki öllum kunn. Birgðastýring væri að miklu leyti byggð á tilfinningu í stað fyrirliggjandi gagna og orsakaði það óvissu hjá starfsmönnum sem unnið hefðu skemur hjá fyrirtækinu.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is of a practical nature and focuses on how the inventory management of Verkfærasalan is carried out today, identifies opportunities for improving efficiency. The thesis was prepared in collaboration with Verkfærasalan, the author gained access to data that was considered important in the preparation of the project. The goal is to provide the company with a guide on how to increase inventory flow, reduce waste and provide an overview of the current situation. To develop this guide, the research question was used: − Is it possible to optimize inventory management without compromising service levels? The research was conducted using a mixed method with the aim of gaining a deeper understanding of inventory management at Verkfærasalan, while at the same time maintaining objectivity in the conduct of the study. For the time being, statistics were processed and generally examined for the purpose of determining the framework of the project. Subsequently, the author prepared an interview from a semi-standard questionnaire with open-ended questions in order to give the interviewer freedom in his or her answers. From these interviews statistical data was then processed in accordance with the results of the interviews. The results of interviews with employees indicated that the flow of information was limited and that the overview of the company's policies was not known to everyone. Inventory management was largely based on feelings instead of existing data, causing uncertainty for employees who had worked for the company for less time.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 01.04.2100
Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf87,2 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Birgðastýring Verkfærasölunnar (2).pdf774,41 kBLokaður til...01.04.2100MeginmálPDF
Heimildaskrá.pdf109,01 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna