is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47929

Titill: 
  • Bílaleigur og orkuskipti : hvernig gengur bílaleigum í orkuskiptum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bílaleigur eru gífurlega mikilvægar þegar kemur að orkuskiptum. Þær eru ábyrgar fyrir um 40% af nýskráningum bifreiða hér á landi, hlutfall sem er mun hærra en hjá öðrum þjóðum.
    Í þessari ritgerð var farið yfir hvernig bílaleigum gengur í orkuskiptum. Skoðaðar voru tölur frá árinu 2015 til og með þriggja fyrstu mánaða ársins 2024. Þrír mismunandi flokkar voru skoðaðir, heildar nýskráning ar bifreiða, nýskráningar bílaleiga og nýskráningar á hinum almenna markaði. Greint var á milli jarðeldsneytis ökutækja og vistvænna ökutækja. Þar kom í ljós að heilt yfir hafa nýskráningar jarðeldsneytis ökutækja farið úr 95,6% allra nýskráninga árið 2015 niður í 49,8% 2023 og nýskráningar vistvænna ökutækja farið úr 4,4% árið 2015 upp í 50,8% árið 2023. Gögnin sýna að bílaleigur nýskrá mun færri vistvæn ökutæki, en 2023 var nýskráning þeirra 18,1% hjá bílaleigum á meðan nýskráning hjá almenning var 63,4%. Einnig sést að nýskráning vistvænna ökutækja hefur lækkað á fyrstu mánuðum 2024 og kann það að vera út af skertum ívilnunum til vistvænna ökutækja.
    Einnig voru nýskráningar innan vistvænna ökutækja greindar, en Þar var einnig hægt að sjá að bílaleigur standa sig verr, en megnið af nýskráðum vistvænum ökutækjum þeirra voru tengiltvinnbílar á meðan megnið hjá almenningi voru hreinorkubílar.
    Einnig voru greinar rafbílaleigur hjá einni bílaleigu hér á landi. Gögnin voru greind niður á heimsálfur, þjóðerni og aldursbil. Niðurstöður sýndu að ferðamenn frá Asíu, og þá einkum Kína, og ferðamenn frá Eyjaálfu voru líklegri til að leigja rafbíla. Ferðamenn frá Evrópu voru almennt ólíklegri til að leigja rafbíla, en þar innan voru Þjóðverjar, Hollendingar, Frakkar, Ítalir, Belgar og Austurríkismenn dragbítar, á meðan Spánverjar, Finnar og Norðmenn stóðu mun betur. Greining gagnanna sýndi einnig að eldri einstaklingar voru mun ólíklegri til þess að leigja rafbíl og að verðlag sé líklega áhrifaþáttur á yngsti aldurshópurinn leigi þá ekki meira magni.

  • Útdráttur er á ensku

    Car rentals are immensely important when it comes to energy exchanges. They account for about 40% of new car registrations in this country, a proportion much higher than in other nations. In this thesis, the performance of car rentals in energy exchanges was examined. Data from 2015 to the first three months of 2024 were analyzed. Three different categories were examined: total registrations, car rental registrations, and registrations in the general market. A distinction was made between conventional fuel vehicles and sustainable vehicles. It emerged that registrations of conventional fuel vehicles have decreased from 95.6% in 2015 to 49.8% in 2023, while registrations of sustainable vehicles have increased from 4.4% in 2015 to 50.8% in 2023. The data show that car rental register significantly fewer sustainable vehicles, as in 2023, they where 18.1% of registrations, while registrations of sustainable vehicles by the public were 63.4%. It is also evident that registrations of sustainable vehicles have decreased in the first months of 2024, possibly due to shortages in incentives for sustainable vehicles. Additionally, registrations within sustainable vehicles were examined, and it was also possible to observe that car rentals performed worse, as the majority of their newly registered sustainable vehicles were plug-in vehicles, while the majority among the public were zeroemission vehicles. Electric car rentals at one car rental agency in this country were also examined. The data were analyzed by continent, nationality, and age group. The results showed that travelers from Asia, especially China, and travelers from Oceania were more likely to rent electric cars. European travelers were generally less likely to rent electric cars, but within that group, Germans, Dutch, French, Italians, Belgians, and Austrians were less inclined, while Spaniards, Finns, and Norwegians were much more receptive. Data analysis also showed that older individuals were much less likely to rent electric cars and that pricing is likely a factor influencing the younger age group's rental volume.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 24.04.2034
Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47929


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bílaleigur og Orkuskipti Heimildaskrá.pdf488.03 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Bílaleigur og Orkuskipti Efnisyfirlit.pdf427.29 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Bílaleigur og Orkuskipti.pdf790.48 kBLokaður til...24.04.2034HeildartextiPDF