is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4793

Titill: 
 • Ávinningur af stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum meðal foreldra barna með langvarandi heilsufarsvandamál
Útdráttur: 
 • Rannsóknir hafa sýnt að þegar barn greinist með langvinn veikindi snertir það fjölskylduna alla á marga vegu, sérstaklega foreldrana. Foreldrar þurfa að aðlagast nýjum aðstæðum, takast á við meðferð sjúkdóms barnsins, styðja það í nýju hlutverki og jafnframt að huga að velferð sinni og fjölskyldunnar allrar.
  Tilgangur þessarar forrannsóknar var að meta árangur af fjölskyldu-hjúkrunarmeðferð, stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum, veittar af hjúkrunarfræðingi. Meðferðarsamræðurnar voru byggðar á Calgary-fjölskylduhjúkrunarlíkönum sem þróuð hafa verið í þrjá áratugi. Foreldrum langveikra barna, með flogaveiki, meðfædda ónæmisgalla og gigt var boðin þátttaka. Skoðað var hvort mæður og feður upplifi stuttar fjölskyldumeðferðarsamræður, sem veittar eru af hjúkrunarfræðingi, sem styðjandi meðferð fyrir fjölskylduna. Einnig var skoðað hvort fjölskylduvirkni breytist eða viðhaldist eftir þátttöku í meðferðarsamræðunum.
  Í þessari megindlegu hjúkrunarmeðferðarrannsókn var notað aðlagað tilraunasnið til að meta áhrif stuttra meðferðasamræðna á upplifaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Þátttakendur voru alls 30, 15 foreldrar í tilraunahópi (n=15) og 15 foreldrar í samanburðarhópi (n=15). Þeir svöruðu lista um einkenni barnsins, bakgrunnsþætti fjölskyldunnar og spurningalistum um upplifaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Tilraunahópurinn fékk inngrip sem voru stuttar meðferðarsamræður við hjúkrunarfræðing og þremur til fimm dögum seinna svöruðu báðir hóparnir stuðnings-og virknilistanum aftur. Við gagnaúrvinnslu voru gerð ki-kvaðrat próf, t-próf óháðra úrtaka og var miðað við 95% marktektarmörk.
  Helstu niðurstöður eru að marktækur munur er á upplifuðum tilfinningalegum- og heildarstuðningi foreldra barna með flogaveiki og meðfædda ónæmisgalla í tilraunar- og samanburðarhópi. Niðurstöðurnar styðja því rannsóknartilgátuna. Stuttar meðferðarsamræður auka tilfinningalegan- og heildarstuðning við foreldra barna með flogaveiki og meðfædda ónæmisgalla. Einnig komu fram vísbendingar um að foreldrar barna með gigtarsjúkdóma þurfi meiri stuðning eða önnur úrræði.
  Rannsókarniðurstöðurnar eru vísbending til hjúkrunarfræðinga sem vinna með fjölskyldum langveikra barna með flogaveiki og meðfædda ónæmisgalla, að stuttar meðferðarsamræður auka stuðning til foreldra þessara barna.

Samþykkt: 
 • 28.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_AR 27.pdf3.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna