Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47935
Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er uppbygging atvinnulífs og viðhorf hagsmunaaðila til nýrrar atvinnuuppbyggingar í Þorlákshöfn. Beitt var blandaðri rannsóknaraðferð til að greina viðhorf og framtíðarsýn þátttakenda varðandi þessa uppbyggingu, en tilviksrannsóknin byggir á eigindlegum viðtölum og megindlegum upplýsingum um samfélagið. Niðurstöður úr rannsókninni sýna fjölbreytta sýn hagsmunaaðila á uppbygginguna í Þorlákshöfn. Þrátt fyrir jákvæð viðhorf til uppbyggingarinnar koma fram áhyggjur af umhverfisáhrifum, sérstaklega varðandi það hve mikið land og vatn muni fara í áætlað landeldi og einnig eru áhyggjur um áætlaða uppsetningu mölunarverksmiðju nálægt Þorlákshöfn og mengun frá henni. Einnig komu í ljós áhyggjur varðandi einhæfni atvinnulífs. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að hafa íbúaþátttöku og samráð við hagsmunaaðila að leiðarljósi í ákvarðanatökuferlinu þar sem jafnréttis er gætt í þátttökunni. Það er grundvallaratriði fyrir sjálfbæra og hagkvæma þróun atvinnulífsins í Þorlákshöfn að taka tillit til sjónarmiða allra hagsmunaaðila, bæði til skamms og langs tíma. Uppbyggingin ætti að vera í samræmi við sjálfbærnimarkmið sveitarfélagsins, stuðla að fjölbreyttri atvinnusköpun og tryggja velferð og lífsgæði íbúa.
The primary focus of this thesis is the development of the economy and stakeholder analysis in Þorlákshöfn. The study investigates stakeholders' perspectives on new economic developments. A mixed research method was utilized to analyze the attitudes and future visions of participants regarding this development. The case study is based on qualitative interviews and quantitative information about the community. The results reveal the diverse views of stakeholders on the development in Þorlákshöfn. Despite positive attitudes towards the development, there are concerns about environmental impacts, particularly regarding the significant amount of land and water that will be required by the planned aquaculture, as well as worries related to the proposed desalination plant near Þorlákshöfn and associated pollution. Concerns regarding the potential for a monotonous economy also emerged. The results highlight the importance of involving residents and consulting with stakeholders in the decision-making process, ensuring equality in participation. It is essential for the sustainable and economically viable development of Þorlákshöfn's economy to consider the short-term and long-term interests of all stakeholders. The development should align with the municipality's sustainability goals, foster diverse job creation, and ensure the welfare and quality of life for residents.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mastersritgerð.LBT-lok.14.05.2024.pdf | 1.57 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |