is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4794

Titill: 
 • Notkun stafrænna ljósmynda við mat á slitgigt í höndum
Titill: 
 • The use of digital photographs for the diagnosis of hand
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að þróa aðferð við að greina handarslitgigt af hágæða ljósmyndum og bera hana saman við klíníska skoðun og röntgengreiningu við mat á handarslitgigt í eldra fólki. Jafnframt var ætlunin að skoða tengsl sársauka í höndum við þessar þrjár greiningaraðferðir.
  Efni og aðferðir. Þátttakendur voru 381, 160 karlar og 221 konur á aldrinum 69-92, sem valdir voru af handahófi úr AGES-Reykjavík rannsókninni. Teknar voru hágæða ljósmyndir af höndum allra þátttakenda og aðferð þróuð til að meta sjáanleg merki handarslitgigtar af ljósmyndunum. Einnig voru teknar röntgenmyndir af höndum allra þátttakenda og klínísk skoðun framkvæmd. Lagt var mat á upplifun sársauka með spurningalista.
  Niðurstöður. Samkvæmt ljósmyndaaðferðinni höfðu 60,4% karla og 66,2% kvenna slitgigt í a.m.k. einum handarlið. 85,5% karla og 93,7% kvenna greindust með handarslitgigt skv. röntgen og klínísk skoðun greindi 74,2% karla og 82,4% kvenna með handarslitgigt.
  Konur reyndust líklegri til að kvarta yfir verkjum og sársauka í handarliðum, en 20% þátttakenda (10,7% karla og 27,0% kvenna) sögðust einhvern tímann hafa fundið fyrir verkjum í að minnsta kosti mánuð og 10,1% karla og 41,4% kvenna fundu stundum fyrir sársauka í höndum. Verkir frá einstaka liðum reyndist tengjast alvarleika slitgigtar samkvæmt öllum þremur greiningaraðferðunum.
  Ályktanir. Handarslitgigt er algeng hjá öldruðum og í þessum aldurshóp er samræmi milli aðferðanna betra hjá konum heldur en körlum. Röntgen er næmari aðferð við greiningu handarslitgigtar heldur en ljósmyndaaðferðin og klínísk skoðun en í meirihluta tilfella eru þessar aðferðir sammála um greiningu einstaklingana með alvarlega slitgigt.
  Í þessum aldurshóp kvarta færri karlar en konur yfir sársauka frá handarliðum en samband er milli verkja frá einstökum liðum og alvarleika slitgigtar þegar allar þrjár greiningaraðferðirnar eru notaðar.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective. The aim of this study was to develop a standardised grading system for the diagnosis of hand osteoarthritis from high duality hand photographs and to examine the relationship between hand osteoarthritis pain in the elderly and different assessment methods with particular reference to hand photography.
  Materials and methods. This was an ancillary study of randomly selected subjects from the AGES-Reykjavik study. 160 males and 221 females aged 69-92 participated. All participants had high quality photographs taken of both hands. A photographic scale was then developed to measure the visible signs of the presence of hand OA, such as hard tissue enlargement, deformity and visible soft tissue swelling. Additionally, a clinical examination for structural osteoarthritis changes (not pain) and standard radiographs were taken of the hands of all participants. Pain was documented by a questionnaire.
  Results: According to the photographic method, 60,4% of males had at least one affected hand joint, 85,5% had radiographic OA and 74,2% clinically diagnosed OA in at least one of the 18 hand joints. In females, the percentages were 66,2%, 93,7% and 82,4%, respectively.
  Females were more likely to report pain than males. The prevalence of ever having hand pain lasting at least one month (the ACR criterion for diagnosis of hand OA) was 20,0% (10,7% in males and 27,0% in females)

Styrktaraðili: 
 • National Institutes of Health contract N01-AG-1-2100, Öldrunarstofnun bandaríska heilbrigðisráðuneytisins (National Institute on Aging Intramural Research Program), Hjartavernd, Alþingi, Rannsóknarsjóður í slitgigtarsjúkdómum og Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands
Samþykkt: 
 • 28.4.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4794


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GPHskil.pdf2.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna