Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47941
Frá því snemma á síðustu öld hefur refsistefna verið eitt helsta vopn þjóða í baráttunni gegn vímuefnum. Árangur hefur hins vegar ekki verið í samræmi við upphafleg áform og efasemdir um vímuefnabaráttuna hafa færst í aukana. Vitundavakning hefur markað ákveðin þáttaskil í stefnumótun í vímuefnamálum á alþjóðavettvangi og í vaxandi mæli hafa ríki og lönd fallið frá refsistefnu, að hluta til eða í heild. Markmið ritgerðarinnar er að skoða þróun vímuefnastefnu út frá ólíkum nálgunum og kanna hvort tímabært sé að endurskoða gildandi vímuefnastefnu hér á landi. Til að fá betri innsýn á viðfangsefnið verður litið yfir sögu og framþróun mála á erlendum og innlendum vettvangi. Sérstök áhersla er á að skoða framgang mála hér á landi og jafnframt þær breytingar sem hafa orðið á síðustu árum. Greint verður frá refsistefnu sem er sú stefna sem hefur verið hve lengst við lýði í þessum málaflokki. Að auki verður fjallað um tvær nýstárlegri nálganir sem hafa rutt sér rúms víða um heim undanfarin ár, þ.e. skaðaminnkun og afglæpavæðing neysluskammta.
Since early in the last century, the penal policy has been one of main weapons in the war on drugs. However, the aftermath has not been in line with its original intentions and doubts regarding the policy have increased. Raised awareness has marked a certain turning point in the formulation of international drug policies and, increasingly, countries and states have deviated from the penal policy, partially or entirely. The purpose of this essay is to examine the evolution of drug policies from various approaches and to explore whether it is timely to review the current drug policy in Iceland. To gain a better understanding of the subject, the history and development of the issue will be reviewed, both internationally and domestically. Special emphasis will be placed on examining the progress of the issue in Iceland and the changes that have occurred in the recent years. We will discuss the penal policy, which is the policy that has been in place for the longest time. Additionally, two innovative approaches that have gained ground globally in recent years, harm reduction and decriminalization of drug use, will be addressed.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð KHB final PDF.pdf | 370.36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |