Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47945
Tilgangur verkefnisins var að varpa ljósi á upplifun hinsegin ungmenna af skólagöngu sinni. Markmiðið var að sjá hvort upplifun ungmenna af grunnskólaárunum styðji þær hugmyndir, sem eru til umræðu núna og hafa verið síðustu ár, um að á landsvísu sé skortur á viðeigandi fræðslu þegar kemur að hinseginmálefnum. Unnin var eigindleg rannsókn þar sem rætt var við fimm einstaklinga á aldrinum 22-24 ára um upplifun þeirra af grunnskólaárum sínum sem hinsegin ungmenni. Í viðtölunum kom meðal annars fram að ungmenni upplifa skort á fræðslu og sýnileika, ásamt því að skólakerfið og námsefni byggi á kynjatvíhyggju og gagnkynhneigðarhyggju. Ásamt viðtölunum var stuðst við gögn og skýrslur sem eru til um stöðu hinsegin ungmenna, bæði á Íslandi og erlendis. Niðurstöðurnar sýna að það er skortur á fræðslu og að aukin fræðsla myndi auka lífsgæði ungmenna sem eru að feta sín fyrstu spor í átt að fullorðinslífi til muna.
The topic of this thesis is to shed light on the experiences of queer youth during their years in the country´s elementary schools. The goal was to support current discussions and ideas that have been circulating in recent years regarding the perceived lack of appropriate education nationwide when it comes to queer issues. A qualitative study was carried out where five individuals were interviewed, as well as using data and reports that exist on the matters of queer youth, both in Iceland and abroad. The results show that there is a lack of education and that increased education would greatly increase the quality of life for the young people who are taking their first steps towards adult life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA- RITGERÐ, EGSJ.pdf | 2.72 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |