is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47951

Titill: 
  • Eru myndabækur bara fyrir börn?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hvers vegna eru myndabækur ávallt tengdar við börn? Af hverju er minna um myndir í fullorðinsbókum? Eru myndlýsingar taldar barnalegar? Hvað eru annars myndlýsingar? Eru allar bækur sem innihalda myndir eins? Hver er munurinn á myndlýstri bók og myndabók? Hvað er annars myndabók?
    Framantaldar spurningar eru meginefni þessarar ritgerðar. Kafað er ofan í myndlýsingar, myndlæsi og myndabækur. Rætt er um mikilvægi myndlýsinga og íhugað af hverju þær fá ekki þá virðingu sem þær eiga skilið í bókmenntaheiminum. Myndlýsingar innan hönnunar sem og myndlistar eru skoðaðar og megineinkenni skilgreind. Rýnt er í myndlýsingar í bókum og dæmi sýnd. Út frá myndlýsingum í bókum eru myndabækur rannsakaðar. Myndabók sem miðill er skilgreindur og ýmsir eiginleikar hans teknir fram. Dæmi eru sýnd um ólíka nálgun samspils mynda og texta í myndabókum. Að lokum eru fjórar mismunandi myndabækur teknar fyrir, grandskoðaðar og greindar.
    Þótt óneitanlega séu fleiri myndabækur gerðar þar sem markhópurinn eru börn þá eru myndabækur ætlaðar öllum, ungum sem öldnum. Myndabækur eru mikilvægur hluti af uppeldi og þroska barna en þær eru ekki síður mikilvægar fyrir fullorðna. Þá sérstaklega þegar kemur að því að viðhalda myndlæsi. Það er ekki myndabókin sjálf sem gerir myndabók barnalega heldur er það umfjöllunarefnið og framsetning þess.

Styrktaraðili: 
  • Mamma
Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47951


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru myndabækur bara fyrir börn?__Anna Líf.pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna