is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47961

Titill: 
  • Hinsegin myndasögur : að forðast eða fræðast?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um hinsegin myndasögur og vinsældaaukningu þeirra á markaði undanfarinn áratug. Þrátt fyrir vinsældir þeirra hafa þær verið bannaðar víða og hér verður velt upp spurningunni hvers vegna það er gert nú þegar réttindabarátta hinsegin fólks er loks farin að bera árangur. Væri ekki eðlilegra að hafa hinsegin myndasögur sýnilegri til þess að auka fræðslu og ýta undir fordómaleysi? Hugtakinu hinseginleika eru gerð skil og helstu þættir þess skýrðir. Myndasöguformið er útskýrt og hæfileiki þess til þess að miðla upplýsingum og efni á aðgengilegan hátt fyrir fólk á öllum aldri. Neðanjarðarmyndasögur eru skoðaðar og fjallað um hvernig þær sem jaðarefni komu fram á sjónarsviðið sem mótvægi gegn ritskoðunum. Þær hafa svo á síðari árum öðlast vinsældir í meginstreyminu. Fjórar hinsegin myndasögur eru skoðaðar og greindar með tilliti til stíls og uppsetningar ásamt þeim boðskap sem þær eiga að koma á framfæri. Um er að ræða þrjár tegundir myndasagna en það eru heimildarmyndasögur, skáldsögur og ævisaga. Rætt er um bakslag sem komið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks þar sem hatursorðræða, skemmdarverk og takmarkanir hafa verið í brennidepli. Til að sporna við þessu bakslagi er mikilvægara en nokkru sinni að sinna fræðslu og hafa efni aðgengilegt sem varðar hinsegin málefni. 

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð-HEB.pdf14.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna