is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47962

Titill: 
  • Andlegt ofbeldi í nánum samböndum : gísl á eigin heimili, undirgefin og hrædd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Talið er að um ein af hverjum þremur konum hafi orðið fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af völdum maka eða annars nákomins að minnsta kosti einu sinni á lífstíð sinni. Á Íslandi hafa um 40% kvenna upplifað slíkt ofbeldi. Þegar kemur að heimilisofbeldismálum er oftar en ekki aðeins litið til líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis hvað varðar þessi tilteknu mál og eru þau rannsökuð út frá áverkum eftir það en lítið er fjallað um þau áhrif sem andlegt ofbeldi getur haft á þolanda. Andlegi og tilfinningalegi skaðinn sem þolandi verður fyrir er oftar en ekki sársaukafyllri og ristir dýpra en líkamlegu sárin ásamt því að flóknara er að vinna úr andlega ofbeldinu.
    Árið 2016 gengu lagabreytingar í gildi þar sem breyting varð á 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 þar sem lið b var bætt inn, til þess að stuðla að bættri refsilöggjöf hvað varðar heimilisofbeldi og andlega ofbeldinu sem oftar en ekki er viðvarandi í þessum tilfellum. Verklagsreglur ríkislögreglustjóra voru einnig uppfærðar árið 2014 þar sem meðferð og skráning heimilisofbeldismála var til skoðunar, þessar breytingar urðu til þess að markvissari skráning var möguleg og skilaði það meðal annars því að skráning jókst. Andlegt ofbeldi í heimilisofbeldismálum og innan náinna sambanda er því þáttur sem má ekki gleymast þar sem hann hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þessi ritgerð er heimildaritgerð til Baccalaureus Artium-prófs í félagsvísindum með áherslu á afbrotafræði og í henni verður gerð grein fyrir því hvaða áhrif andlegt ofbeldi hefur á þolendur í heimilisofbeldismálum og hverjar afleiðingar þess geta orðið. Einnig verður rætt um birtingarmyndir heimilisofbeldis almennt og hvernig stjórnunarhætti gerendur nota til þess að öðlast vald yfir þolendum sem heldur þeim undirgefnum og hræddum.

  • Útdráttur er á ensku

    It is estimated that about one in every three women have experienced physical and/or sexual violence from a partner or another acquaintance at least once in their lifetime. In Iceland, about 40% of women have experienced such violence. When it comes to domestic violence issues, attention is often focused solely on physical and sexual violence regarding these specific cases, and they are investigated based on injuries thereafter. However, little is discussed about the impact that emotional violence can have on victims. The emotional and psychological damage inflicted on victims is often more painful and reaches deeper than physical wounds, making it more complex to address the emotional abuse.
    In 2016, amendments were made to the General Penal Code No. 19/1940, specifically to Article 218 where subsection b was added to enhance the enforcement of penalties regarding domestic violence and the emotional abuse that often persists in these cases. The regulations of the National Commissioner of Police were also updated in 2014 concerning the handling and recording of domestic violence cases, allowing for more targeted recording, which consequently increased documentation. Therefore, emotional abuse in domestic violence cases and within close relationships is a factor that cannot be overlooked due to its serious consequences. This paper is a research thesis for a Bachelor of Arts degree in social sciences with a focus on criminology, addressing the effects of emotional abuse on victims in cases of domestic violence and the potential consequences thereof. It also discusses the manifestations of domestic violence in general and how perpetrators' manipulative tactics are used to gain control over victims, keeping them submissive and afraid.

Samþykkt: 
  • 18.6.2024
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/47962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andlegt ofbeldi í nánum samböndum - GÓA.pdf745.42 kBOpinnPDFSkoða/Opna