Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47970
Rannsóknir á íþróttafréttamennsku á Íslandi hafa ekki verið margar og hvað þá sérstaklega gangvart stétt íþróttafréttamanna. Tilgangur þessarar rannsóknar er því að skyggnast inn í heim íþróttafréttamennskunnar á Íslandi og var því ákveðið að rannsaka viðhorf íþróttafréttamanna til starfs síns. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við þátttakendur og þau greind með eigindlegu rannsóknaraðferðinni fyrirbærafræði. Með þeirri greiningu voru þemu greind sem varpa ljósi á ýmsa hluta starfsins og því starfsumhverfi sem íþróttafréttamenn búa við á Íslandi. Sex megin þemu voru greind og mynduðu niðurstöður rannsóknarinnar. Neikvætt álit kollega, blaða- og fréttamanna, gangvart stétt íþróttafréttamanna, útskýringar íþróttafréttamanna um það hvað fælist í starfi þeirra og aukið áreiti sem stéttin mætti þola umfram aðra blaða- og fréttamenn voru fyrstu þrjú þemun sem greind voru. Þema þar sem undirstrikun þátttakenda á faglegum vinnubrögum sem viðhafðar eru innan stéttarinnar auk þeirra áhrifa sem ástríðan innan starfsins hefur á þau faglegu vinnubrögð kom þar næst. Síðustu tvö þemun sem greind voru var þróun íþróttafréttamennskunnar og hvað hægt væri að gera betur innan hennar og loks þau áhrif sem hlaðvörp hafa haft á íþróttafréttamennskuna. Út frá þessum þemum kom í ljós að íþróttafréttamennskan gerir margt vel á sviði faglegrar blaðamennsku, en sóknarfærin eru mörg í að gera umtalsvert betur.
Lykilhugtök: íþróttafréttamenn, íþróttafréttir, fjölmiðlafræði, blaðamennska.
Research on sports journalism in Iceland has not been plentiful, especially regarding the profession of sports journalists specifically. Therefore, the purpose of this study is to delve into the world of sports journalism in Iceland and investigate the attitudes of sports journalists towards their profession. Semi-structured interviews were conducted with participants and analysed using the phenomenological research method. Through this analysis, six main themes emerged, shedding light on various aspects of the profession and work environment of sports journalists in Iceland. Negative attitudes from colleagues, reporters and journalists, towards the profession of sports journalism, explanations by sports journalists regarding their job responsibilities, and increased abuse that the profession might endure compared to other reporters were the first three themes identified. Following that, themes highlighting participants' emphasis on professional standards maintained within the profession and the influence that passion within the profession has on those professional standards emerged. The last two themes identified were the evolution of sports journalism and areas for improvement within it, and finally, the impacts that podcasts have had on sports journalism. From these themes, it became evident that while sports journalism in Iceland performs well in terms of professional journalism, there are many opportunities for significant improvement.
Key words: sports journalists, sports news, media studies, journalism.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þorsteinn Hjálmsson BA Lokaverkefni 2024 - Skemman.pdf | 765.71 kB | Opinn | Skoða/Opna |