Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/47973
Í þessari ritgerð er skoðað samband abstraktlistar og grafískrar hönnunar á tíma módernismans og hvernig það samband hefur litað grafíska hönnun samtímans. Í fyrsta kafla ritgerðar er skoðað sögulegt samhengi módernismans, sérstaklega hvað varðar abstrakt myndlist og tvær mikilvægar listastefnur: De Stijl og Bauhaus. Í öðrum kafla er skoðað einkenni og sjónræn áhrif abstraktlistar, auk er gerð myndgreining á abstrakt málverki eftir Piet Mondrian. Í þriðja kafla er rannsakað notkun abstrakt formfræðis í grafískri hönnun módernismans. Í sama kafla er myndgreint nokkur lykilverk frá bæði De Stijl og Bauhaus, og borið þau saman. Í fjórða kafla ritgerðarinnar er gert grein fyrir samspili formræðinnar og leturfræðinnar, með myndgreiningu á sýningarplakati eftir Walter Dexel. Í sama kafla eru skoðuð sameiginleg einkenni leturfræðinnar og formfræðinnar með myndgreiningu á auglýsingu eftir Herb Lubalin. Í fimmta kafla eru tekin fyrir tvö samtímaverk: eitt sem tilheyrir grafískri hönnun og annað sem tilheyrir abstraktlist, sem eru myndgreind. Í sama kafla er sýnt fram á að módernískar meginreglur um abstrakt formfræði og myndbyggingu hafa staðist tímans tönn. Í undirbúningi og rannsókn ritgerðar las höfundur bæði prentaðar- og vefheimildir til að afla sér upplýsingar um abstraktlist, grafíska hönnun og móderníska aðferðafræði. Í sjónrænni rannsókn nýttust aðferðir og hugtök úr námi höfunds til að greina hin ýmsu verk sem tekin eru fyrir. Niðurstaða þessarar rannsóknar er að notkun á abstrakt formfræði stuðli að virkni í verkum sem tilheyra grafískri hönnun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Abstrakt bergmál - Aþena Eliasdóttir.pdf | 914,91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |